Útgjöld heimilinna í takt við tekjur heimilinna

Ingólfur H. Ingólfsson hjá SPARA.IS skrifar merkilega hugleiðingu í nýjasta fréttabréfi sínu (sjá www.spara.is) sem allir ættu að vera áskrifendur að. Þar talar hann um misrétti, siðrof og búsáhöld. Ég tek mér það bessaleyfi að vitna í hluta af skrifum hans:

"Það versta sem gæti gerst á næstu dögum eða vikum væri að almenningur gengi ekki lengur í takt við hefðir og venjur samfélagsins og bryti jafnvel lög í nafni þess sem hann kallaði réttlæti. Í fréttum heyrist æ oftar af fólki sem ekki ætlar lengur að greiða af lánum sínum, hvort sem það hefur efni á því eða ekki. Það er því ekki neyðin sem knýr fólk til þess að hætta að borga heldur réttlætið, eða tilfinning fólks fyrir misréttinu sem er reyndar það sama. Verði þetta raunin skiptir litlu hvort ríkisvaldið telji lögin og réttin vera sín megin og fólkið vera lögbrjóta, óeirðaseggi eða siðleysingja, samfélagið allt færi í uppnám. ........Það er einmitt þetta sem kallað hefur verið siðrof og er vel þekkt í félagsfræðinni. ......Fólk sem er með íbúðalán er ... að takast á við misrétti sem efnahags- og peningastjórnun ríkisins og Seðlabankans hefur kallað yfir það með misgengi skulda og eigna. Það er líka að takast á við óréttlæti í skiptingu ábyrgðar á milli lánveitanda og skuldara. ........telji fólk sig beitt órétti og vilji þessvegna ekki greiða af lánum sínum, þá stefnir í siðrof og upplausn í samfélaginu. Ríkisvaldið getur brugðist við með því að beita fyrir sig lögum og reglum og valdboði, ef það telur sig þurfa, eða það getur breytt afstöðu sinni til þess sem olli ástandinu og leiðrétt ranglætið."

Þarna er Ingólfur að orða það sem brennur orðið á öllum almenningi og sem er auðvitað aðalbaráttumálið í dag, en það er að dreifa byrðum efnahagshrunsins jafnar............ekki bara láta almenning bera þær og blæða út. Það sem er flestum hugstæðast er auðvitað skuldum vafin húseign þess, því stærstur hluti fólks á aldrinum 25 - 60 ára er að baksa við að eignast þak yfir höfuðið með ærinni fyrirhöfn. Má kalla þetta fyrirkomulag sem við búum við núna átthagafjötra.

Nú þegar þarf taka upp sértækar aðgerðir eins og að setja þak á afborganir lána, svo þær miðist við sanngjarna húsaleigu, eða húsaleigu/afborgun sem tekur mið af innkomu heimilisins. Þegar ég var úti í Danmörku i den og atvinnuleysi var þar almennt, þá miðaðist ansi margt við "hjemmets indkomst", til dæmis greiddi ég og allt barnafólk barnaheimilisgjöld miðað við tekjur heimilisins, það voru nokkur þrep með tilliti til misjafnra tekjuhópa, og þeir tekjuhæstu greiddu fullt gjald og aðrir fengu jafnvel frítt ef tekjur heimilsins voru lágar, t.d. atvinnulausir. Einnig voru í boði alls konar námskeið og nám á niðurgreiddu verði fyrir atvinnulausa, á meðan hér er atvinnulausum refsað með tekjumissi ef þeir fara í nám.

Hér á landi hefur verið algert tregðulögmál gagnvart því að skoða útgjöld heimilinna í takt við tekjur heimilanna.....kannski er það hluturinn sem er hægt að krefjast af núverandi ríkisstjórn, að hún sjái til þess að útgjöld heimilinna séu í samræmi við tekjur þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband