Er fúsk í hvíta húsinu?

Auglýsingin ógeðfellda sem sýna átti fúsk hefur stuðað margan manninn og konuna. En er það ekki auglýsingastofan Hvíta húsið sem er mesti fúskarinn? Selur sig sem topp auglýsingastofu með frumlega auglýsingahönnuði en kemur svo með þessa líka ömurlegu hugmynd. Mynduð þið vilja skipta við hana?

Af heimasíðu Hvíta hússins....... Árangur byggist í fæstum tilvikum á heppni. Reynslan hefur kennt okkur að skapandi og frumlegt auglýsinga- og markaðsefni skilar bestum árangri í harðri samkeppni um athygli neytandans. Athyglisverðar auglýsingar þarf ekki að birta jafnoft og aðrar og í því felst verulegur sparnaður fyrir þann sem auglýsir.

Einmitt, það þurfti bara að birta þessa einu sinni, þá varð allt vitlaust........

Skapandi vinna - Hvíta húsið er elsta auglýsingastofa landsins, stofnuð árið 1967, og hefur áratuga reynslu af markaðsstörfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Nafn stofunnar er dregið af eggi, tákni frjósemi og sköpunar, sem jafnframt er grunnurinn að lógói fyrirtækisins. Hvíta húsið er fullt hús hugmynda.Skapandi hugmyndavinna er ekki bundin við sérstakar hugmyndadeildir hjá Hvíta húsinu heldur er iðulega um að ræða samstarf margra ólíkra starfsmanna þar sem allir fá að leggja sitt af mörkum. Þessi vinnuaðferð hefur skilað Hvíta húsinu fleiri verðlaunum en nokkurri annarri íslenskri auglýsingastofu, bæði hérlendis og erlendis.

Var virkilega enginn á auglýsingastofunni sem setti spurningamerki við ósmekklegheitin í þessu rosa góða samstarfi skapandi einstaklinga? Eða voru það "húmoristarnir" sem réðu ferðinni og hinir þorðu ekki að segja neitt af ótta við að vera álitnir hallærislegir?

Með fæturna á jörðinni og höfuðið í skýjunum - Grunnurinn í markaðsstarfi þarf að vera traustur áður en lagt er upp í auglýsingagerðina sjálfa. Með traustan grunn, sem byggist á skýrri stefnumótun, faglegum vinnubrögðum og rannsóknum, er hægt að hefja sig til flugs í hugmyndavinnu og finna snjallar lausnir sem skila árangri.

Einmitt það já..........hvaða rannsókn ætli hafi legið að baki þessari lausn? og hvaða stefnumótun?

Ja, kona spyr sig............. 


mbl.is „Fádæma sóðaleg auglýsing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

auglýsingin vakti athygli, en í stað þess að fólk taki þessu sem fullorðið fólk og hugsi um þann augljósa tilgang sem er mikilvægur, þá hoppar fólk upp til hópa á "ég er móðgaður" vagninn og rífur kjaft eins og aldrei fyrr.

nú þarf fólk aðeins að taka sig til í andlitinu og pæla í því sem þeir voru að segja, "ekki díla við fúskara" og ekki vera svona andskoti viðkvæmið.

Egill, 30.4.2009 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband