Er FME svarthol?

Fyrir ekki svo löngu síðan voru svarthol aðeins fræðileg tilgáta, jafnvel fræðileg martröð, en í dag eru þau tekin sem staðreynd og rannsökuð af mikilli elju af geimvísindamönnum. Tilvera þeirra hefur m.a. verið staðfest vegna streymis efnis í eina átt, eins konar geimvindur, sog eða andardráttur. Afar spennandi og heillandi, eins og ósýnilegur dreki sem sýgur ofan í svelg sinn allt efni og lætur það hverfa. Eiginleikar svartholsins eru þeir að það sem kemur of nærri þeim fer á sífellt hraðari rússíbanareið og endar sem samanklesst hnoð einhvers staðar í innsta kjarna.

Minnir soldið á hvarf allra þeirra mála sem FME er að rannsaka og ekkert heyrist síðan meira af. Fréttamenn sem reyna að ná sambandi við FME fá engin svör, finna bara á kinn sér hrollkalt sog, sem minnir á andfýlu sem streymir stöðugt í eina átt. Drekinn spúir engu út, hvorki upplýsingum, leystum málum, áminningum, sektum, kærum, refsingum..... it´s one way breathing. Ergo = FME er svarthol!

Talið er að svartholin séu mynduð af stjörnum sem springa og hrynja inn að eigin miðju og aðdráttarafli. Því fleiri alvöru stjörnur (og færri svarthol) því lífvænlegri eru stjörnukerfin. Einhvern  tíma, t.d. 1998 þegar lögin um Fjármálaeftirlitið voru sett, var FME líklega efni í stjörnu, en hún er löngu sprungin og hrunin inn að eigin miðju, þar sem ekkert gerist og ekkert upplýsingastreymi kemur frá. Almenningur myndi ekki vita af tilveru þess nema vegna þess að enn streyma að því mál og rannsóknarefni, en enda því miður sem hnoð í innsta kjarna. Þetta setur mark sitt á lífvænleik þessa nútíma samfélags sem við teljum okkur búa í, eitthvað sem hefur verið kallað upplýst samfélag, upplýsingasamfélag. Björn Bjarnason, fráfarandi dómsmálaráðherra sagði í kvöld í sjónvarpi að hann teldi FME vinna fyrir of luktum dyrum. Þá vitum við það ..... ... fleiri upplifa martröðina.

Þar sem engar eru upplýsingar þar er mein. Eins og dökkur blettur á röntgenmynd sem gefur til kynna illkynja æxli. Þögn FME er orðin að meini sem þarf að skera burt. Það þarf að opna. Það þarf að upplýsa.

Afléttið leyndinni! Talið við þjóðina! Hún er menntuð. Hún skilur. Hún er meira að segja einkennilega forgiving.....

Eðlisfræðingurinn Frank Oppenheimer varð oft fokreiður þegar fólk sagði við hann að hann ætti að hegða sér á einhvern ákveðinn hátt (oftast skv einhverjum venjum í samfélaginu). Honum var sagt að svona væri raunveruleikinn, the real world, hann yrði bara að aðlagast honum. Frank fannst það ekki sterk röksemd, hann sagði: "This is not the real world. It´s a world we made up.  We can make it another way.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband