Það er sitthvað Jón eða heilög Jóhanna

Það var í formannsslag Alþýðuflokksins 1994 að Jóhanna tapaði fyrir Jóni Baldvini. Jón var flinkari í hefðbundinni flokkssmölun. Það var þá sem hann uppnefndi hana "heilaga Jóhönnu" til að gera lítið úr þeim eiginleikum sem við flest virðum mest við hana, heiðarleika, réttsýni og vilja til að berjast fyrir góðum málsstað. Já, einkennilegt að gera grín að slíkum eiginleikum.........en kannski dæmigert fyrir mann sem voru hugleiknari pólitískar refskákir en pólitískar hugsjónir. Hann var nú heldur ekki par hrifinn af Vilmundi Gylfasyni, kannski var hann líka "of heilagur" "þröngsýnn" og "vinnusamur" fyrir smekk Jóns Baldvins. En klár er hann Jón og skemmtilegur pólitíkus, einn af fáum sem er gaman að hlusta á, jafnvel þegar maður er honum innilega ósammála..Bæði héldu þau Jón og Jóhanna áfram í pólitík og var upphefð Jóns með ágætum framan af. En hver er staðan í dag? Í dag nýtur Jóhanna enn mest trausts kjósenda, og reyndar ítrekað í öllum þeim könnunum sem hafa verið gerðar í gegnum árin - hún er sú eina sem þjóðin í dag getur sætt sig við að leiði okkur út úr ógöngunum - gildir þá einu hvar í flokki fólk stendur. Hún er talin heiðarleg, réttsýn, vinnusöm og nýtur þess vegna trausts Þetta vekur greinilega öfund sendiherrans fyrrverandi............
mbl.is „Jóhanna vinnusöm en þröngsýn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldu berin vera súr ... ? 

Willy Brandenburgertor (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband