Hrætt fólk kýs Ólaf

Það er hrætt fólk sem kýs Ólaf í sæti forseta. Fólk sem er hrætt við óvissu, hrætt við framtíðina, hrætt við ungu kynslóðina sem mun erfa landið. Verum óhrædd, kjósum nýja tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og hver er hann/hún svo þessi boðberi nýrra tíma???????  Ég verð nú að segja að þetta er með almesta bulli sem ég hef lesið og þó hef ég séð margt.  Ég er alveg ákveðinn í að kjósa Ólaf Ragnar og finn bara ekki fyrir neinni hræðslu þvert á móti finn ég fyrir miklu öryggi...........

Jóhann Elíasson, 29.6.2012 kl. 14:26

2 identicon

Þakka þér fyrir hrósið Jóhann, þú kannt nú aldeilis að koma orðum að því.......en þú staðfestir einmitt það sem ég er að segja.....það gamla og þekkta vekur öryggi........

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 15:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Málið er aðallega það að ég sé ENGAN frambjóðanda, sem hefur tærnar þar sem Ólafur Ragnar hefur hælana..............

Jóhann Elíasson, 29.6.2012 kl. 15:45

4 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Ótrúlega klárt hjá Ólafi með stuðningi Ástþórs og Herdísar

Það hefur virkað ótrúlega vel að kalla Þóru ýmsum nöfnum þar sem hún er tengd við fjölmiðla. Með því þá hafa andstæðingar hennar dregið úr gagnrýni fjölmiðla á Ólaf, þar sem þeir óttast þá að vera kallaðir vinir Þóru.

Margir Íslendingar eru mjög gjarnir að mynda sínar skoðanir á tilfinningum sínum frekar en á gagnrýnni hugsun.

Árið 1989 gerði þáverandi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson samning við kennara eftir langvarandi verkfall. Þessi samningur var talinn mjög góður fyrir kennara og átti að vera veruleg leiðrétting á þeirra kjörum. Nokkrum mánuðum síðar voru gerði samningar við ASÍ og strax eftir að þeir samningar voru gerðir þá fór af stað orðrómur um að Ólafur Ragnar Grímsson hafi til að greiða fyrir samningum við ASÍ lofað að standa ekki við áður gerðan samning við kennara. Ólafur þvertók fyrir þennan orðróm, en vitið hvað? Vorið 1990 þegar samningurinn við kennara átti að taka gildi þá voru sett neyðarlög gegn þeim samningi

Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup krónprins Danmerkur. Honum var tjáð að hann mætti ekki taka Dorrit með sér þar sem þau voru hvorki trúlofuð né gift. Ólafur mætti ekki fyrir hönd Íslands

Ólafi Ragnari var boðið sem forseta Íslands í brúðkaup yngri prinsins í Danmörku. Hann mætti ekki, en sendi unnustu sína í staðin sem fulltrúa Íslands.

Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir svokölluð fjölmiðlalög. Hanns útskýring var að það hefði myndast breið gátt á milli Alþingis og þjóðar og vitnaði þar í 22.000 undirskriftir þar sem skorað var hann á að neita að staðfesta þessi lög. Hann taldi sig ekki vanhæfan þrátt fyrir þekkta afstöðu hanns gagnvart Davíð Oddssyni sem Ólafur hafði sagt að væri með "skítlegt eðli" Einnig taldi hann sig ekki vanhæfan þrátt fyrir að önnur dóttir hanns vann á þeim tíma hjá Baugi og hin hjá 365 miðlum

Ólafur Ragnar sagðist ekki hafa þegið neina greiða frá svokölluðum útrásarvíkingum en síðan kom í ljós að hann hafði flogið með þeim í einkaþotum þeirra 9 sinnum

You ain't seen nothing yet! Sagði Ólafur í einni ræðu sinni þegar hann var að hampa Íslenskum útrásarvíkingum. Það var reyndar rétt. Þeir settu heila þjóð á hausinn.

Árið 2004 þá gáfu 2 einstaklingar kost á sér gegn Ólafi Ragnari. Þetta voru ekki sterkir einstaklingar og má kannski að hluta til útskýra mjög lélega þáttöku í kosningunum þar sem rúmlega helmingur atkvæðisbærra einstaklingar kusu. 20% skiluðu auðu, en Ólafur fékk ekki nema 67% atkvæða þeirra sem kusu. Naut semsagt ekki mikils stuðnings þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar samþykkti fyrsta Icesave samning, en neitaði að skrifa undir næsta Icesave samning eftir að hafa fengið 55.000 undirskiftir sem skorðu á hann að neita að samþykkja samninginn. (munið 22.000 yfirskriftir gegn fjölmiðlafrumvarpinu) Nú er honum þakkað fyrir að hafa neitað að skrifa undir, en ekki þeim 55.000 sem skoruðu á hann að neita að skrifa undir.

Jón Páll Haraldsson, 29.6.2012 kl. 15:50

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Páll, þú skrifar eins og þú sért eini Íslendingurinn sem getur lagt "rétt" mat á frambjóðendur.  Mikið er þjóðin heppin að eiga mann eins og þig..................

Jóhann Elíasson, 29.6.2012 kl. 16:14

6 identicon

Það hefur hver rétt á sinni skoðun......þakka þér fyrir Jóhann að virða mína og annarra......en hver eru mótrökin gegn því sem Jón Páll skrifar?

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 17:21

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir sem kjósa Ólaf er sá hópur sem alltaf hefur látið undiroka sig á Íslandi ( fyrst af drykkfelldum prestum og síðar af spilltum stjórnmálamönnum ) Þessi hópur virðist lítið annað kunna en að kyssa á vöndinn og éta það sem úti frýs.

Því harðar sem slegið er því skilyrðislausari er trúmennskan.

hilmar jónsson, 29.6.2012 kl. 18:46

8 identicon

Þú segir Harpa að einungis hrætt fólk kjósi sitjandi forseta.  Ég held að þetta sé rétt mat hjá þér.  Ég hræðist núverandi ríkisstjórn, ég hræðist það að núverandi ríkisstjórn setji enn ein ólögin enn, sem ekkert gera til að bæta núverandi ástand fyrir okkur almenning.  Ég hræddist "Svavars-samninginn".  Ég hræðist tillögur stjórnlagaráðs, sérstaklega þá tillögu að leyfa yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi.  

Ég hef nokkuð örugga tilfinningu fyrir því að sitjandi forseti mun ekki samþykkja nein lög sem munu lauma okkur bakdyramegin inn í Evrópusambandið án þess að þjóðin fái að hafa lokaorðið

guru (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 19:20

9 identicon

Guru, veist þú um einhverja þjóð sem er núna í Evrópusambandinu sem ekki fékk að kjósa um inngönguna? Þær hafa nefnilega allar kosið um það, í allsherjar þjóðaratkvæðagreiðslu, án íhlutunar forseta, kónga og drottninga. Þjóðaratkvæðagreiðsla er forsenda inngöngunnar. Af einhverjum ástæðum virðist þetta ekki komast inn í umræðuna, og sumir halda að forsetinn muni sjá til þess, en það er bara ekkert í hans verkahring og algerlega óþarft þar sem þetta er viðtekin venja.

Hvað áttu við með að tillögur stjórnlagaráðs geri ráð fyrir að leyfa eigi yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi? Átta mig ekki alveg á því. Hefurðu lesið tillögur stjórnlagaráðs? Þær fjalla um marga hluti, líka hlutverk forsetans og skýra það til muna. Ef þú hefur ekki lesið þær þá er hlekkurinn hér: http://stjornlagarad.is/

Forsetinn á ekki að vera í endalausri stjórnarandstöðu, jafnvel þó við séum ekki sátt við ríkistjórnina og Alþingi sé búið að tapa virðingu sinni. Við kjósum í alþingiskosningum þá sem við treystum best til að stjórna landinu, stundum vinna þeir sem maður treystir, stundum vinna þeir sem maður treystir alls ekki, en leikreglurnar eru þessar í lýðræðisríki. Forseti í eins manns stjórnarandstöðu eykur bara ringulreiðina. Ef fólki finnst það góður kostur, þá gætum við bara lagt niður þingið og ríkistjórnina og verið með einræðisherra......

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 22:28

10 identicon

Ekki mæli ég á móti því að þær þjóðir sem eru í ESB eru þar vegna þess að þegnar þeirra samþykktu það, en síðustu ár hafa verið settar reglur sem að sumar þjóðirnar fengu ekki að kjósa um eða var gert að kjósa um að nýju vegna þess að  þeim var hafnað í fyrstu.  

Tillögur stjórnlagaráðs:  Hvers vegna þurfum við 111gr. í kafla VIII framsal fullveldis?  Það kemur að vísu fram í kaflanum að hann öðlist ekki gildi nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sambærilegan kafla er ekki að finna í núverandi stjórnarskrá, hvers vegna þurfum við hann?

En um núverandi forseta.  Sitjandi stjórnvöld hafa ítrekað lofað aðgerðum til handa skuldsettum heimilum, engar efndir, nægar afskriftir til handa bönkum og efnamönnum.  Nýju bankarnir voru afhentir erlendum kröfuhöfum sísona, þetta hefur margoft komið fram.  Sitjandi forseti hefur þegar í tvígang vísað Ice-save samningum í þjóðaratkvæði.  Með því hefur hann unnið sér traust margra að nýju.  Núverandi stjórnvöld reyndu, síðustu vikur þingsins, að leggja fram fjöldan allan af stórum þingmálum, sem samkvæmt stjórnarandstöðu, þurfa frekari umræðu.  Það birtist okkur leikmönnum sem svo að keyra skuli málin í gegn án mikillar umræðu.  Kosning til stjórnlagaráðs er dæmt ógild, fjöldi lagabrota ráðherra á sér stað.  Samstaða þingmanna meirihluta virðist lítil.  Stórum frumvörpum er hafnað af álitsaðilum.

Makríldeilan, Ice-safe, umsóknin um inngöngu í ESB án stuðnings meirihluta þjóðar.  Mismunandi yfirlýsingar ráðherra og svör frá sendimönnum frá Brussel sem stangast á við yfirlýsingar ráðherra.  Ýmislegt bendir til að framboð Þóru gæti verið skipulagt af Samfylkingunni.  Þetta hljómar svolítið eins og þetta sé soðið saman á kryppan.com.

Síðan má ekki gleyma því að allt bendir til þess að Sjálfstæðismenn og Framsókn komist til valda á næsta ári. Þar hafa menn þegar hótað því að byrja að vinda ofan af lagasetningu núverandi stjórnar. Hver veit hvað þeim síðan dettur í hug í framhaldi.

Ég vona að þetta reynist allt vera bull og tómur hræðsluáróður í mér en eins og staðan er í dag þá bendir flest til þess að það sé gott að hafa mann með reynslu í brúnni.

guru (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 00:08

11 identicon

Guru, ég held að allt það sem þú ert að tala um heyri undir Alþingi. Og kosningar til þess má ekki rugla saman við forsetakosningar. Nema þú sjáir fyrir þér í framtíðinni forseta í eilífu stríði við Alþingi, hver sem er þar við völd......og því hljóta líka að fylgja miklar deilur um valdsvið forseta......ég vel sátt og samræður frekar en deilur.....og ég tel Ólaf ekki vera boðbera góðra tíma í þeim efnum. Óttann við Þóru sem Samfylkingarkandidats skil ég ekki, ekki er spurt um pólitíska fortíð annarra en hennar, og er þó margt forvitnilegt þar, ma.a. hjá Ólafi eins og alþekkt er, en líka hjá öðrum.

Ég held að Ólafur njóti ekki mikillar virðingar hjá erlendum þjóðhöfðinjum, nema ef vera skyldi Kínverjum, ekki fékk hann að sitja innsetningarathöfn Obama af einhverjum ástæðum, og hefndi sín með því að móðga bandaríska sendiherrann svo hingað var ekki sendur sendiherra þeirra í eitt og hálft ár. Á fundi með erlendum sendiherrum í nóvember 2008 móðgaði hann næstum alla, og rússneski sendiherrann brosti meira að segja að barnalegum yfirlýsingum hans um vini vora Rússa sem gætu fengið það sem Bandaríkjamenn hefðu haft áður. Forseti sem getur ekki sýnt stillingu í samskiptum við erlenda fulltrúa og fer fram með hroka og sjálfbirgingsskap er ekki góður forseti.

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband