Ekki synda í gjánum!

Í frétt í Vísi segir frá því að foreldrar hafi hvatt son sinn til að synda í Flosagjá og hlegið þegar kuldinn varð honum um megn, sjá HÉR. Fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins sá atvikið, tók mynd af drengnum í hálfgerðri sjálfheldu og setti frásögn á Facebook. Ég er mjög fegin að heyra að starfsmenn þjóðgarðsins voru á ferli, því í þau 8 ár sem ég hef verið að leiðsegja fólki um, og auðvitað margoft á Þingvöllum á hverju sumri, þá hef ég aldrei, ég endurtek aldrei, mætt eða séð landvörð á ferli. Segir það kannski meira um skort á starfsmönnum og fjárskort þjóðgarðsins en margt annað.

Það er ekki sjálfgefið að fólk viti að kuldinn í vatninu geti valdið t.d. krömpum og mögulega dauða í kjölfarið. Það var mikið hlegið að því í mínu ungdæmi að ungur maður fór á sundskýlu í Nikulásargjá að ná í peninga og við áhrif kuldans hrukku eistun upp í kvið og þurfti lækna til að hjálpa uppá...........en ógnvænlegra er að þessi kuldi getur drepið. Það er einn björgunarhringur á Spönginni, en þar er sjaldnast fólk sem gæti kastað honum út til einstaklings í hættu, auk þess sem einstaklingur í kuldakrampa gæti ekki nýtt sér það. Enginn björgunarhringur er þar sem flestir ferðamennirnir eru. Sem betur fer dettur fáum í hug að synda í gjánum, en það kemur fyrir og ég hef tekið „hárblásarann“ á unga menn sem gerðu það, og þá reiddist ég ekki bara vegna hættunnar, heldur líka þess virðingarleysis sem mér fannst þeir sýna staðnum. Tærleiki gjánna myndi hratt hverfa ef fólk almennt gerði það að sporti að synda í þeim nakið, saurgerlamengun og annað miður kræsilegt kæmi upp. En mér finnst nú að þjóðgarðurinn ætti að setja upp einhverjar merkingar til að útskýra hvers vegna þetta er hættulegt. Svo finnst mér löngu tímabært að þjóðgarðar hafi heimild til sekta vegna brota á reglum þjóðgarðsins......það virkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband