Hótel hótel hótel

adalstraeti.jpgÞað var í tíð R-listans í Reykjavík að fjöldi gistiheimila og hótela fékk rekstrarleyfi í miðbænum án þess að nokkrar kröfur væru gerðar um aðgengi, og þá sérstaklega aðgengi rútubifreiða. Á venjulegum sumarmorgni er Aðalstræti teppt frá Herkastala að Vesturgötu af rútum og jöklajeppum að sækja ferðamenn. Sama gerist um eftirmiðdaginn þegar fólkinu er skilað heim á hótel. Breidd götunnar er ekki meiri en svo að venjulegur fólksbíll kemst ekki fram hjá þeim. Hótel Borg er í næsta nágrenni og sama vandamál er þar upp á teningnum, enda lítil sem engin tök á því að leggja rútum eða blöðrujeppum þar í kring. Þetta er núverandi ástand við Austurvöll, með tilkomu nýs hótels við Austurvöll mun ástandið versna enn til muna, með tilheyrandi útblæstri og ónæði. Nú þegar Hjálmar Sveinsson er farinn að huga að skipulagsmálum borgarinnar ætti hann e.t.v. líka að velta upp þeirri spurningu hvort það er eðlilegt að rútur og jeppar eigi að komast alveg heim að dyrum hótela eða hvort ekki sé skynsamlegra að þessi farartæki eigi sér ákveðnar stoppistöðvar utan þröngra gatna og hótelgestir verði einfaldlega að koma sér þangað eða hótelin að hjálpa til með svokölluðum hotel-shuttles, eins og alþekkt er í öðrum löndum. Enda þekkist það hvergi í Evrópu mér vitanlega að rútur keyri fólk heim að dyrum hótela og gistiheimila í viðlíka mæli og hér er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband