Ljót andlit Íslands

Utanvegaakstur við Kleifarvatn í sumar, greinilega ferðir sem selt er í af einhverjum ferðaskrifstofuaðila, þessar jeppalestir rekst maður stundum á og þær eru alltaf með fullt af "bílstjórum" og einum "leiðsögumanni", ef það er svo gott. Þessir hópar eiga það sammerkt að vilja ekki gefa upp hvert fyrirtækið er, snúa út úr og fara sínu fram.....þetta eru þeir sem koma óorði á íslenska ferðamennsku, eru engan veginn boðlegir sem andlit landsins út á við....

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/28/utanvegaakstur_vid_kleifarvatn/


mbl.is Utanvegaakstur við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arkitektónískar hörmungar.

p1030561.jpg

 p1030563.jpg

 

 

 

 

 

  

Á norðurleið á ferð um Borgarfjörðinn rekur maður oft augun í eina mestu arkitektónísku hörmung á Íslandi, í einhverju fegursta umhverfi landsins. Ég hugsa í hvert sinn: Hver skyldi hafa teiknað þetta? Skyldi hún/hann vera stolt/ur af þessu verki sínu?

Ekki bara eru nýju húsin í algerri mótsögn við þær byggingar sem fyrir voru, heldur eru þær í sitthvort hornið, bæði að útliti og efnisvali, sérstaklega ytri klæðningum. Á annarri nýbyggingunni hefur verið notaður kopar að hluta, og trúlega verið ætlast til þess að hann veðraðist og yrði grænn með tímanum. Það hefur hann vissulega orðið, en líka leka grænir úrfellingartaumarnir frá koparklæðningunni niður ljósa veggina við hliðina, svo þessar nýbyggingar minna mest á byggingar í stríðshrjáðum löndum, eða þar sem viðhaldi hefur verið ábótavant til áratuga. Í þessu fallega umhverfi Borgarfjarðar þurfum við að þola einhverjar ljótustu byggingar á Íslandi.

Myndlistarmenn, rithöfundar, leikarar, tónlistarfólk og fleiri listamenn mega búa við það að ef verk þeirra eru sýnd opinberlega, þá eru verk þeirra oft líka gagnrýnd opinberlega. Arkitektúr á hinn bóginn hlýtur aldrei neina faglega gagnrýni opinberlega af til þess hæfum aðilum, hvorki fyrir byggingu eða eftir, heldur verða menn að sætta sig við ömurlegar byggingar meðan þær standa heilar. Flest listaverk eru þess eðlis að þau eru fyrir augum eða eyrum í stuttan tíma, oftast að eigin vali, en byggingar standa í áratugi þar sem maður kemst ekki hjá því að sjá þær. Svona hörmungar eins og hér sjást særa fegurðarsmekk og sjónræna upplifun æ ofan í æ, sérstaklega þegar þær eru í alfaraleið.


Hjólabylting án statíva?

Í grein í Fréttablaðinu í dag fjallar Hjálmar Sveinsson um hjólabyltinguna í Reykjavík. Segir þar að fjöldi hjólreiðamanna í borginni hafi þrefaldast á fjórum árum. Hann nefnir að hluti af þessu sé tíska og hugarfarsbreyting, en þakkar það líka metnaðarfullri hjólreiðastefnu Reykjavíkurborgar, sem hafi greitt götu hjólafólks með lagningu nýrra stíga víða í borginni. En einu hef ég tekið eftir: Hjólreiðafólkið getur hjólað víða en þegar kemur að því að leggja hjólinu sínu eru fá statív, hvorki við verslanir, stofnanir eða fyrirtæki. Ekki einu sinni við borgarstofnanir. Þessi mynd hér sýnir ástandið í einni aðalgötunni í miðbænum, Austurstræti, fólk festir hjólin sín við næsta staur og eins og sjá má er hver staur nýttur og svona er þetta á hverjum degi, því ekkert, ég segi og skrifa, ekkert hjólastatív er að finna í Austurstræti. Sömu sögu er að segja á Skólavörðustíg og Laugavegi, þeim götum þar sem helsta iða mannlífsins líður um, á hjóli eða gangandi. Þarna hefur gerst hið dæmigerða íslenska, menn hafa hugsjónir og skipuleggja og skipuleggja, en gleyma alltaf einhverju í ferlinu, oftast aftarlega í ferlinu, hugsa hlutina ekki til enda. Hér er það við lokamark hjólaferðarinnar að afar mikilvægur hlutur gleymist.

 

180820131590.jpg

180820131591.jpg


Brynjar...úff!

Eiginlega ætti maður að bregðast við Brynjari Níelssyni með þögninni......hann er svo yfirgengilegur að maður tekur niður fyrir sig með því að reyna að ræða þetta.......og margt annað sem hann lætur frá sér fara í ræðu og riti...
mbl.is Betra að ekki sé mikið af vinstra fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða skóli?

Hér er enn á ný "skemmtilegt" dæmi um blaðamennsku í Mbl. í dag, talað er um Austurbæjarskóla í upphafi fréttar en Árbæjarskóla í lok fréttar.....og hvor skólinn skyldi það nú hafa verið? Það ræðst reyndar af lestri fréttarinnar, því barnið fór út af lóð skólans og inn á lóð kirkju við hliðina, Árbæjarkirkju......en samt, er ekki hægt að vera nákvæmari?
mbl.is Ber ekki ábyrgð á slysi á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallbeyging

Gaman að sjá hvað blaðamenn Morgunblaðsins eru góðir í að fallbeygja nafn róðrabátsins sem keppti á Sjómannadaginn: Báturinn heitir LEIFTUR samkvæmt myndinni sem fylgir .....og fallbeygi nú hver fyrir sig....en í myndatexta segir (kl. 18:25 3. júní) Ræðarar á bátnum Leifti á pollinum á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
mbl.is Tóku á því af kappi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondir arkitektar eða góðir

Ég geng um bæinn með erlenda ferðamenn á hverju sumri. Hópurinn sem ég er með núna er danskur. Þau horfa mikið á arkitektúrinn. "Hvernig stendur á því að hér eru annaðhvort afar falleg gömul hús eða ferlega ljót ný hús," spurði einn.

Danir hafa kosið Danmarks smukkeste landsby og Danmarks smukkeste köbstad síðustu ár. Það er undantekningarlaust að þeir bæir sem lenda í efstu sætunum eru þeir sem eiga best varðveittu gömlu húsin. Sama heyrir maður frá erlendum ferðamönnum sem koma til Reykjavíkur, það sem þeim finnst fallegast við borgina eru gömlu húsin.

Þegar ég sagði hópnum mínum frá hugmyndum um risahótel við Austurvöll göptu þau af undrun. Þegar ég sýndi þeim hversu langt nýjar byggingar eiga að ná inn á Ingólfstorg, hristu þau bara hausinn og spurðu hvort við ættum svona vonda arkitekta og hvort borgaryfirvöld ætluðu virkilega að leyfa þetta. Ég svaraði þeim að íslenskir arkitektar væru flestir menntaðir í Danmörku, sem þau tóku sem djók, því það má örugglega staðhæfa að allflestar nýbyggingar í Kaupmannahöfn hafa fagurfræði að leiðarljósi og hafa tekið tillit til þess sem fyrir er, ofbjóða ekki umhverfi sínu, hvorki í umfangi eða öðru, og oft eru haldnir margir samráðsfundir með íbúum hverfa áður en ráðist er í framkvæmdir.

Þetta risahótel við Austurvöll er aftur á móti í engu samræmi við það sem fyrir er, eyðileggur menningarverðmæti og minnkar lífsgæði þeirra sem búa í miðbænum og þeirra sem koma þangað til að njóta miðbæjarins. Samkvæmt þessum hugmyndum sem nú eru uppi á borðinu verða mörg hundruð túrista þarna á sama miðbæjarblettinum, með umferðaröngþveiti á alla kanta, því aðföng matar, brottflutningur sorps og annað sem fylgir stóru hóteli verður yfirþyrmandi í þeim þröngu götum sem liggja þarna að, götum sem nú þegar eru allt of þröngar fyrir hótelin sem fyrir eru. Á hverjum morgni má sjá þarna í kring fjölda rúta, túttujeppa og flutningabíla sem flytja matvöru á matsölustaðina í kring. Á Austurvölls og Igólfstorgsreitnum er verið að skipulegga tótal kaos með fullu samþykki borgarfulltrúa, fulltrúa okkar, borgaranna í borginni, sem sækjumst eftir einhverju öðru en ofvöxnu risahóteli í hjarta borgarinnar. Ég bið um meira Grjótaþorp og minna af afspyrnuleiðindum í steinsteypu.


mbl.is Fjöldi fólks á fundi um skipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf virkt eftirlit

Þetta er ein endemis fréttin í viðbót sem sýnir að það er eitthvað mikið að hjá okkur hvað varðar ferðamennsku og umgengni við landið. Að fólk geti farið og kafað í gjánum á Þingvöllum án þess að þurfa að tala við nokkurn mann eða fá leyfi er auðvitað óskiljanlegt. Þetta gerðu heilu fyrirtækin í langan tíma og voru búin að valda miklum spjöllum áður en gripið var til gjaldtöku, sett upp fataskiptaaðstaða og salerni. Til viðbótar er sú staðreynd að það er ekkert virkt eftirlit í þjóðgarðinu. Í þau ár sem ég hef verið leiðsögumaður og farið með mörg hundruð ferðamenn á Þingvöll, þá hef ég aldrei, ég endurtek aldrei, séð eða mætt landverði á gangi eða við eftirlit. Þeir eru auðvitað allt of fáir, það er staðreynd sem orsakast af lágum fjárframlögum til Þjóðgarðsins, og oftast sinna þeir ferðamönnum í upplýsingamiðstöðunum á Hakinu og við þjónustuskálann. Sjálfsagt fara þeir í reglubundnar ferðir að rukka inn fyrir tjaldstæðunum og veiðileyfunum. En á hinum almennu gönguleiðum sem flestir ganga, frá Hakinu að Lögbergi, Drekkingarhyl og yfir að Flosagjá, sést aldrei landvörður. Aldrei.
mbl.is Köfunarslys í Silfru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækka fötum fyrir börnin?

Þessi frétt er sláandi. Var virkilega engin betri leið til fjáröflunar en að mæður barnanna fækkuðu fötum? Er þetta að verða allsherjar lausn í öllum fjáröflunar-hugmyndum, að fækka fötum? Eða er þetta hugmyndafæð?

Björgunarsveitin á Selfossi hefur síðustu tvö ár fækkað fötum til að afla fjár, en ég veit ekki hvort ég myndi vilja hafa þessa gaura upp á vegg hjá mér. Ekki vegna þess að þeir séu eitthvað ómögulegir útlits, en þeir hafa sumir hverjir kennt mér á grafalvarlegum námskeiðum í fyrstu hjálp, og ég veit ekki hvort ég get farið í endurmenntun til þeirra aftur ....... án þess að skella uppúr ..........20121119_sjukrabill4.jpgimagehandler_ashx.jpg


mbl.is Fáklæddar mömmur fjármagna skólaferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjafir til lögfræðinga

Lögmaður í skilanefnd Kaupþings fær 200.000 kr gjafabréf frá framkvæmdastjórarpresti Eir og sér ekkert athugavert við það, hefur e.t.v. ráðlagt tengdapabba að hafa þennan háttinn á því þá er þetta skattfrjálst. Hvað skyldi hann ráðleggja innan skilanefndarinnar og hvaða "gjafir" hefur hann fengið þaðan?

Gamli góði Villi fær 100.000 kr gjafabréf í brúðkaupsgjöf frá sama framkvæmdastjóraprestinum og bleyjusjóði Eir, og sér ekkert athugavert við það, hvorki hina háu upphæð eða hvaðan hún kemur. Hann er líka lögfræðingur og var borgarstjóri um tíma, hvaða "gjafir" skyldi hann hafa fengið sem slíkur?

Í ljósi þessara síðustu frétta þá veltir maður fyrir sér hvort aðrir lögfræðingar í Sjálfstæðisflokki séu af sama sauðahúsi og kunni sömu aðferðirnar og Villi gamli og Jóhann lögfræðingur tengdasonur. Aðferðir sem auðvelt er að fela í bókhaldi fyrirtækja og stofnana. Maður leiðir hugann t.d. að byggingarfyrirtækjum sem fengu grunsamlega oft góðar lóðir í borginni til að byggja á og greiddu drjúgt í flokkssjóðinn.

Bókhald opinberra stofnana og sjálfseignastofnana getur verið tekið til endurskoðunar hjá Ríkisendurskoðun, sérstaklega ef fram koma ábendingar eða rökstuddur grunur. En einkafyrirtæki láta endurskoðunarfyrirtæki sjá um sín mál og hleypa ekki hverjum sem er í það. Endurskoðunarfyrirtækin hafa nú verið þátttakendur í fegrunarbókhaldi banka og fjármalastofnana, það er ekkert leyndarmál þó þau hafi ekki þurft að svara fyrir það eins og vera bæri. Gaman væri að vita hversu mikið af svona blöffi eins og hjá Eir er grafið í bókhaldi ýmissa fyrirtækja á Íslandi, sérstaklega þeirra sem virðast hafa fengið óvenju miklar fyrirgreiðlsur af hendi stjórnmálamanna.

Ég segi nú bara svona........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband