Fækka fötum fyrir börnin?

Þessi frétt er sláandi. Var virkilega engin betri leið til fjáröflunar en að mæður barnanna fækkuðu fötum? Er þetta að verða allsherjar lausn í öllum fjáröflunar-hugmyndum, að fækka fötum? Eða er þetta hugmyndafæð?

Björgunarsveitin á Selfossi hefur síðustu tvö ár fækkað fötum til að afla fjár, en ég veit ekki hvort ég myndi vilja hafa þessa gaura upp á vegg hjá mér. Ekki vegna þess að þeir séu eitthvað ómögulegir útlits, en þeir hafa sumir hverjir kennt mér á grafalvarlegum námskeiðum í fyrstu hjálp, og ég veit ekki hvort ég get farið í endurmenntun til þeirra aftur ....... án þess að skella uppúr ..........20121119_sjukrabill4.jpgimagehandler_ashx.jpg


mbl.is Fáklæddar mömmur fjármagna skólaferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem vilja hafa þetta uppi á vegg hjá sér kaupa dagatalið og styrkja gott málefni í leiðinni. Viðkvæmir geta líka styrkt góða málefnið með því að kaupa dagatalið en henda því bara, hafi þeir ekki maga fyrir það. En svo eru aðrir sem gera hvorugt, en blogga þess í stað um málið til að fá útrás fyrir óskiljanlega gremju sína.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2012 kl. 11:19

2 identicon

Ég styrki mörg þörf málefni á hverju ári, og engin gremja liggur að baki þessum hugleiðinugm kæri Axel (af hverju fara menn alltaf þangað í ályktunum sínum? er það túlkun á eigin gremju-karakter yfirfærð á aðra?), mér finnst þetta bara svo ótrúlega "hallærisleg" fjáröflunaraðferð........þú fyrirgefur. Fyrst þegar ég sá strákana í hlébarðaskinninu þá dó ég næstum úr hlátri......og myndi örugglega deyja í höndunum á þeim ef ég þyrfti að fá flutning á sjúkrahús og þeir mættu á svæðið, burtséð hvað amaði að mér annað........en þetta eru fínir strákar og vinna frábært starf, ég vildi bara óska að þeir hefðu hugmyndaflug í eitthvað annað í fjáröflunarskyni.......

Harpa Björnsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 15:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú eins og þú, efins um þessa fjáröflun, mundi aldrei vilja hafa svona dagatal upp á vegg hjá mér, en væri samt til í að hjálpa sjúkraflutningamönnunum hér við að hjálpa öðrum, þeim gengur gott eitt til og víst er að mörgum finnst þetta voða sniðugt. Með frönsku mömmurnar þá sýnist mér að þetta sé afskaplega smekklegt hjá þeim og svo er nú menning þeirra önnur en okkar, erum við mæður líka ekki endalaust að fækka fötum gegnum lífið, bæði barnanna og okkar sjálfra vegna :):) pínu djók

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2012 kl. 16:49

4 identicon

Það er ekki það að þær séu að fækka fötum, sem er aðalatriðið sem orkar tvímælis, heldur að þær stija fyrir í lostafullum stellingum, aha, og það er ekkert annað en normalísering á klámi, léttu klámi, en klámi eigi að síður. Ekki gott fyrir krakka þessara mæðra. (hlusta ekki á mótrökin, "Það er ekkert til að skammast sín fyrir" því þau eiga við á allt öðrum vettvangi. Þetta er sölumennska með líkama kvenna og er eitt alvarlegasta heimsvandamálið í dag.

HVað fleira, þetta er gert í anda karlablaða frá 6. áratugunum í Bandaríkjunum. Hvað eru Frakkar að éta upp útjaskaðar tuggur? Þetta er ófrumlegt og svolítið asnalegt. Líka þessi dagatöl hjá björgunarsveitamönnunum.

Og annað, þetta er gert út um allan vestræna heim, allir að herma eftir öllum, afhverju ratar þetta í blöðin framar öðrum uppátækjum af sama toga?

Halldór (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 18:34

5 identicon

Bla bla bla, klám þetta og klám hitt. Má fólk ekki vera sexí lengur?

Danni (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband