13.2.2009 | 14:23
Say SORRY, someone.........
Það eru víst allir hálf miður sín eftir að hafa horft á fyrrverandi forsætisráðherra okkar Geir Haarde í þættinum Hardtalk sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Engin sjálfsskoðun, enginn baksýnisspegill, bara hroki, afneitun og forherðing (við Sjálfstæðismenn gerum aldrei neitt rangt) og svo á bara að bíða og bíða og bíða og sjá til hvað skýrsla sem kemur út í nóvember segir. En Geir kom vel fyrir að öðru leyti og ég held að hann sé eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem getur tjáð sig sómasamlega á erlendum málum (munið þið eftir Davíð, Steingrími Hermanns, Óla Jó, Bjarna gamla Ben og fleirum?)
Nú eru tveir virtir hagfræðingar búnir að skrifa skýrslu sem lýsir aðdraganda hrunsins, ástæðum, viðbrögðum, mistökum - og stinga síðan upp á aðgerðum sem bjarga því sem bjargað verður. Það tók þá ekki ár að greina málið og gera um það skýrslu, það tók þá um tvo mánuði, enda klárir menn. Og það í fullri vinnu við annað. Nefndin sem skila á skýrslu í nóvember er líklega eingöngu í vinnu við sína skýrslugerð og ekkert annað. Af hverju fær hún heilt ár til að skila sinni vinnu? Er ekkert uppi á borðinu nú þegar sem hægt væri að gera opinbert? Birta hluta skýrslunnar jafnóðum svo almenningur fái á tilfinninguna að eitthvað sé að gerast?? Líkt og hjá Gylfa og Jóni, hvað gerðist - hvers vegna - hvernig var brugðist við o.s.frv.
Fjórir bankastjórar Royal Bank of Scotland voru kallaðir fyrir breska þingið nú fyrir skömmu og farið fram á að þeir bæðu þingmenn (kjörna fulltrúa þjóðarinnar og yfirvald peningamála) afsökunar á mistökum sínum við stjórn bankans. Þeir gerðu það, sögðust vera "profoundly sorry" , en hjá einum gætti hroka þrátt fyrir afsökunarbeiðnina, sem vakti andúð þingmanna og fjölmiðla, hroka af því tagi sem við erum orðin svo vön að hér á landi að við teljum það eðlileg viðbrögð.
'
Hér á landi hefur enginn beðist formlega og af einlægni afökunar á mistökum sínum. Enginn bankamaður. Enginn stjórnmálamaður (utan örfáir þingmenn Samfylkingar sem virðast átta sig á háværri kröfunni, en maður getur svo velt fyrir sér einlægninni).
Kosningar eru framundan, allir sem ég tala við reyta hár sitt og sjá engan vænlegan kost að krossa við, allir flokkar hafa sýnt sig seka um hagsmunapot, feluleik, óheiðarleika og/eða afneitun á ábyrgð.
Ég er að hlusta á gamalt og gott Elton John lag á fóninum núna, og textinn á einhvern vegin svo vel við, þegar SORRY virðist vera erfiðasta orðið sem hægt er að biðja um að verði sagt.
...........
What have I got to do to be heard
What do I say when its all over
And sorry seems to be the hardest word
Its sad, so sad
Its a sad, sad situation
And its getting more and more absurd
Its sad, so sad
Why cant we talk it over
Oh it seems to me
That sorry seems to be the hardest word
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.