22.12.2008 | 13:50
Hver trúir þessu Geir?
Athugasemdir
1
Hér er viðtal Árna og Darling eins og það var flutt í Kastljósinu (fengið af vef Láru Hönnu ofurbloggara)
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/5842/
Geir vissi af þessu, Árni vissi af þessu, Björgvin vissi af þessu, Davíð vissi af þessu...og örugglega margir fleiri.......
Maður trúir tæplega að þeir trúi að við munum trúa þessu.....þeirri trú þeirra fylgir örugglega von, en lítill kærleikur til þjóðarinnar og fádæma lítið álit á gáfnafari hennar........
Harpa Björnsdóttir, 22.12.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Er þetta ekki það sem símtal Árna Matt við Alister Darling snerist um? Hvort Árni gæti staðfest að íslenska ríkistjórnin í gegnum Seðlabankann myndi tryggja þessa greiðslu? Kannski málefni fundarins fræga þar sem "eitthvað aðeins var tæpt á Icesave-reikningum"? Fullyrti ekki líka Björgúlfur Thor að þetta hefið margoft verið rætt síðustu dagana fyrir fallið mikla en íslensk stjórnvöld hefðu ekki viljað gera þetta, e.t.v. talið tryggingar bankans of hæpnar eða einfaldlega ekki ætlað að greiða þetta, eins og Davíð sagði í Kastljósviðtalinu fræga.........og var það því viðbótar staðfesting á orðum Árna við Darling um það að íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að vinna með breskum stjórnvöldum að mögulegri (og hepplegri sjáum við nú) lausn Icesave-reikninganna. Ekki nema von að Árni stamaði soldið í þessu símtali...... en nú bítur Geir úr nálinni með þetta allt saman og segir engan hafa vitað af þessu góða tilboði.......hvorki hann sjálfur né aðrir embættismenn. Ja, nú er nefið á Gosa orðið langt.........
.....og ég er ekkert hissa lengur á hryðjuverkalögunum.