7.5.2014 | 10:23
Íslensk erfðagreining eða lyfjarisinn AMGEN?
Margir halda að Íslensk erfðagreining eigi lífsýnin sem safnað hefur verið nú þegar úr Íslendingum, en það er í raun bandaríska lyfjafyrirtækið Amgen sem á ÍE (keypt 2012), svo öll þessi lífsýnasöfnun verður í eigu og þágu þeirra.......
Ég sagði mig úr íslenskri erfðagreiningu á sínum tíma, það gerðu reyndar margir. Síðan hefur ÍE efnt til margra rannsókna og leitað til ýmissa hópa, oft unglinga þar sem þarf leyfi foreldra fyrir rannsókninni, svo er bætt í ósk um að foreldrar og ömmur og afar taki þátt til að fá betri rannsóknarniðurstöður. Svona er fólk lokkað til að láta frá sér lífsýni - og af því að fólk er oftast hjálpsamt og fullt trausts, þá tekur það þátt. Núna trúir þjóðin því að hún sé að styrkja íslensk fyrirtæki, ÍE og Landsbjörgu, en er í raun að styrkja lyfjarisann AMGEN ef við horfum hér á bak við tjöldin.....hvers vegna er engin dýpri fréttaumfjöllun um þetta mál?
Ég sagði mig úr íslenskri erfðagreiningu á sínum tíma, það gerðu reyndar margir. Síðan hefur ÍE efnt til margra rannsókna og leitað til ýmissa hópa, oft unglinga þar sem þarf leyfi foreldra fyrir rannsókninni, svo er bætt í ósk um að foreldrar og ömmur og afar taki þátt til að fá betri rannsóknarniðurstöður. Svona er fólk lokkað til að láta frá sér lífsýni - og af því að fólk er oftast hjálpsamt og fullt trausts, þá tekur það þátt. Núna trúir þjóðin því að hún sé að styrkja íslensk fyrirtæki, ÍE og Landsbjörgu, en er í raun að styrkja lyfjarisann AMGEN ef við horfum hér á bak við tjöldin.....hvers vegna er engin dýpri fréttaumfjöllun um þetta mál?
Athugasemdir
Já nú er ég fullkomlega farin að efast, tek mjög sennilega ekki þátt í þessu. Takk fyrir að benda á þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2014 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.