Í lok árs 2004 tók Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, við formennsku í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur (líka frá R-lista). "Skipulags- og byggingarnefnd mótar stefnu í skipulags- og byggingarmálum og tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs um skipulags- og byggingarmál á grundvelli fyrrgreindra heimilda. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að stefnumörkun og samþykktum hennar sé fylgt. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem borgarráð felur henni."
Afleiðingin frá þessum skipulagsárum er ekki bara forljóta turnaþyrpingin við Skúlagötuna sem eyðileggur allt útsýni fyrir lágreistu gömlu byggðinni upp holtið, heldur má ekki gleymast að á þessum tíma voru í miðborginni gefin leyfi fyrir ógrynni ölstofa, bara og veitingastaða, svo minnir á Rauð hverfi alræmd í öðrum borgum. Engin eðlileg dreifing hefur orðið um borgarhverfin eða lagt mat á hversu æskileg þessi þróun er, og einfaldlega ræða hvort ekki þyrfti að leggja einhverja kvóta á þessa einsleitu starfsemi (reyndar hvaða einsleitni sem er, t.d. hótelabyggingar. Þetta er reyndar núna komið í sambandi við fjölda veitingastaða á afmörkuðum svæðum). Það er út af svona fyrirhyggjuleysi að borgin verður ljótari og ljótari og það sem verst er, skítugri og skítugri. Um helgar fyllist miðborgin af útúrdrukknu fólki sem ælir út götur, port og húsveggi, brýtur glös og flöskur, svo laugardags- og sunnudagsmorgnar eru merktir þessu helgarfári. Þegar fjölskyldufólkið fer út að ganga með börnin sín um helgar, t.d. niður Laugaveg að Tjörninni, er gönguleiðin skreytt þessum hroða. .....Þetta er þróun og eyðilegging sem var grundvölluð af R-listanum á sínum tíma og ég sem gamall miðbæjarbúi á erfitt með að fyrirgefa....
Afleiðingin frá þessum skipulagsárum er ekki bara forljóta turnaþyrpingin við Skúlagötuna sem eyðileggur allt útsýni fyrir lágreistu gömlu byggðinni upp holtið, heldur má ekki gleymast að á þessum tíma voru í miðborginni gefin leyfi fyrir ógrynni ölstofa, bara og veitingastaða, svo minnir á Rauð hverfi alræmd í öðrum borgum. Engin eðlileg dreifing hefur orðið um borgarhverfin eða lagt mat á hversu æskileg þessi þróun er, og einfaldlega ræða hvort ekki þyrfti að leggja einhverja kvóta á þessa einsleitu starfsemi (reyndar hvaða einsleitni sem er, t.d. hótelabyggingar. Þetta er reyndar núna komið í sambandi við fjölda veitingastaða á afmörkuðum svæðum). Það er út af svona fyrirhyggjuleysi að borgin verður ljótari og ljótari og það sem verst er, skítugri og skítugri. Um helgar fyllist miðborgin af útúrdrukknu fólki sem ælir út götur, port og húsveggi, brýtur glös og flöskur, svo laugardags- og sunnudagsmorgnar eru merktir þessu helgarfári. Þegar fjölskyldufólkið fer út að ganga með börnin sín um helgar, t.d. niður Laugaveg að Tjörninni, er gönguleiðin skreytt þessum hroða. .....Þetta er þróun og eyðilegging sem var grundvölluð af R-listanum á sínum tíma og ég sem gamall miðbæjarbúi á erfitt með að fyrirgefa....
Verstu skipulagsmistök í áratugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.