24.5.2013 | 22:04
Þarf virkt eftirlit
Þetta er ein endemis fréttin í viðbót sem sýnir að það er eitthvað mikið að hjá okkur hvað varðar ferðamennsku og umgengni við landið. Að fólk geti farið og kafað í gjánum á Þingvöllum án þess að þurfa að tala við nokkurn mann eða fá leyfi er auðvitað óskiljanlegt. Þetta gerðu heilu fyrirtækin í langan tíma og voru búin að valda miklum spjöllum áður en gripið var til gjaldtöku, sett upp fataskiptaaðstaða og salerni. Til viðbótar er sú staðreynd að það er ekkert virkt eftirlit í þjóðgarðinu. Í þau ár sem ég hef verið leiðsögumaður og farið með mörg hundruð ferðamenn á Þingvöll, þá hef ég aldrei, ég endurtek aldrei, séð eða mætt landverði á gangi eða við eftirlit. Þeir eru auðvitað allt of fáir, það er staðreynd sem orsakast af lágum fjárframlögum til Þjóðgarðsins, og oftast sinna þeir ferðamönnum í upplýsingamiðstöðunum á Hakinu og við þjónustuskálann. Sjálfsagt fara þeir í reglubundnar ferðir að rukka inn fyrir tjaldstæðunum og veiðileyfunum. En á hinum almennu gönguleiðum sem flestir ganga, frá Hakinu að Lögbergi, Drekkingarhyl og yfir að Flosagjá, sést aldrei landvörður. Aldrei.
Köfunarslys í Silfru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er skarplega athugað hjá þér. Hefði maðurinn talað við einhvern mann og fengið leyfi, hefði hann vitaskuld ekki komist í hann krappann.
Með virku eftirliti áttu væntanlega við að hafa eftirlitsmenn staðsetta ofan í Silfru með 15 metra millibili til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst. Það er vel til fundið.
Íslendingar eiga ekki að sætta sig við neitt annað en að hér fari allir ferðamenn, sem hingað koma, lifandi til baka en taki ekki upp á því að drepast hérna með tilheyrandi veseni.
Borat (IP-tala skráð) 25.5.2013 kl. 02:01
Þú ert sniðugur.......
Harpa Björnsdóttir, 30.5.2013 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.