19.11.2012 | 20:59
Gjafir til lögfræðinga
Lögmaður í skilanefnd Kaupþings fær 200.000 kr gjafabréf frá framkvæmdastjórarpresti Eir og sér ekkert athugavert við það, hefur e.t.v. ráðlagt tengdapabba að hafa þennan háttinn á því þá er þetta skattfrjálst. Hvað skyldi hann ráðleggja innan skilanefndarinnar og hvaða "gjafir" hefur hann fengið þaðan?
Gamli góði Villi fær 100.000 kr gjafabréf í brúðkaupsgjöf frá sama framkvæmdastjóraprestinum og bleyjusjóði Eir, og sér ekkert athugavert við það, hvorki hina háu upphæð eða hvaðan hún kemur. Hann er líka lögfræðingur og var borgarstjóri um tíma, hvaða "gjafir" skyldi hann hafa fengið sem slíkur?
Í ljósi þessara síðustu frétta þá veltir maður fyrir sér hvort aðrir lögfræðingar í Sjálfstæðisflokki séu af sama sauðahúsi og kunni sömu aðferðirnar og Villi gamli og Jóhann lögfræðingur tengdasonur. Aðferðir sem auðvelt er að fela í bókhaldi fyrirtækja og stofnana. Maður leiðir hugann t.d. að byggingarfyrirtækjum sem fengu grunsamlega oft góðar lóðir í borginni til að byggja á og greiddu drjúgt í flokkssjóðinn.
Bókhald opinberra stofnana og sjálfseignastofnana getur verið tekið til endurskoðunar hjá Ríkisendurskoðun, sérstaklega ef fram koma ábendingar eða rökstuddur grunur. En einkafyrirtæki láta endurskoðunarfyrirtæki sjá um sín mál og hleypa ekki hverjum sem er í það. Endurskoðunarfyrirtækin hafa nú verið þátttakendur í fegrunarbókhaldi banka og fjármalastofnana, það er ekkert leyndarmál þó þau hafi ekki þurft að svara fyrir það eins og vera bæri. Gaman væri að vita hversu mikið af svona blöffi eins og hjá Eir er grafið í bókhaldi ýmissa fyrirtækja á Íslandi, sérstaklega þeirra sem virðast hafa fengið óvenju miklar fyrirgreiðlsur af hendi stjórnmálamanna.
Ég segi nú bara svona........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.