17.6.2012 | 13:41
70 milljóna gjöf
Í hádegisfréttum RÚV í dag, 17. júní, var sagt frá ţví ađ Hringskonur hefđu gefiđ Barnaspítala Hringsins 70 milljónir til tćkjakaupa í tilefni 70 ára afmćlis félagsins. 1 milljón fyrir hvert ár í sögu ţess. Fréttin var örstutt, enginn tekinn tali, fréttin var síđasta frétt á undan íţróttafréttum. Svona er fréttavćgiđ í dag. Í fréttum helst voru fjármálaprettir og annađ sem hćrra ţykir rísa í ţjóđfélaginu en rausnargjafir kvenna.......en í mínum huga stóđ ţessi frétt upp úr sem sú merkasta. Sýnir ađ ađ ţađ eru til hópar í ţjóđfélaginu sem hlúa ađ, byggja upp, gefa stórgjafir á međan ađrir stela og svíkja undan. Ég tek ofan fyrir ţessum örlátu konum sem virtu ţjóđhátíđardaginn međ ţví ađ gefa stórgjöf í ţágu barna.
Athugasemdir
Fréttavefurinn bleikt.is fjallađi um ţessa höfđinglegu gjöf međ margfalt betra og ítarlegri hćtti en RUV.....og ţar kemur fram (sem ekki gerđi í frétt RÚV) ađ ţađ er Barnaspítalasjóđur Hringsins sem á 70 ára afmćli, ekki félagiđ sjálft, ţví ţađ var stofnađ 1904 ......
Harpa Björnsdóttir, 17.6.2012 kl. 13:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.