Söfnun fyrir Japan?

Samúð flestra hlýtur að beinast að Japan þessa dagana. Fyrir utan dauðsföll tugþúsunda þá eru 300.000 manns heimilislausir og búa í skólum og íþróttahúsum. Jafnmargir Íslendingum öllum eru á vergangi. Þetta fólk þarf að sofa á þunnum mottum á hörðu gólfi. Sumir hafa verið fluttir burt frá geislavirkum svæðum og eiga kannski aldrei afturkvæmt þangað eða munu geta snert kæra hluti vegna geislavirkni, en aðrir eru búnir að missa allt sitt, heimili og aðrar eigur, og ná jafnvel ekki símasambandi við sína nánustu. Þeir vita jafnvel ekki heldur hverjir nákomnir komust af, hverra er enn saknað og hverjir hafa fundist látnir (og það mun taka tíma að bera kennsl á þá). Ekkert bensín er að fá á farartæki og mat er úthlutað.

Þessi æðrulausa og agaða þjóð, sem allir sem hafa heimsótt Japan geta ekki annað en dáðst að, er í mikilum nauðum og ekki útséð um hvernig fer. Gætum við ekki hjálpað?

Áhyggjur af geislavirkni eru miklar í Japan, fólkið í nágrenni kjarnorkuveranna mælt í bak og fyrir, enda þekkkir engin þjóð áhrif geislunar betur en Japanir, sem hafa glímt í meira en hálfa öld við við afleiðingar hörmunganna í Hiroshima og Nagasaki. Þeir sem urðu fyrir geislun þá, og afkomendur þeirra, hafa þolað eins konar þögla útskúfun, eru sniðgengnir líkt og óhreinir væru, og segja helst ekki frá því. Sjúkdómar og erfðagallar sem þessir einstaklinar hafa orðið að þola gerir að verkum að þeir eru ekki álitnir æskilegir makar, og sú staðreynd að mörg þau veikindi sem geisluninni fylgja erfast, hefur orðið til þess að þrátt fyrir að langt sé um liðið síðan atómsprengjunum var varpað, þá eru áhrifi geislavirkni þeirra enn til staðar í japönsku samfélagi. Óttinn er mikill því Japanir þekkja afleiðingarnar þjóða best.

Oft hefur verið efnt til söfnunar hér á landi af minna tilefni en þessum hörmungum. Meira að segja fyrir ágætan kvikmyndagerðarmann - eiginlega treysti ég orkuboltunum Ómari Ragnarssyni og Friðriki Weisshappel einna best til að standa fyrir góðum gerningi til handa Japönum. Ég styð það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan pistil og langar að taka undir þessa hvatningu með þér.  Rauði Kross Íslands er reyndar búinn að hefja söfnun og vona að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í henni. 

Finnst svolítið sorglegt hvað við (Íslendingar) virðumst hálf "áhugalaus" um þessar miklu hörmungar sem samferðarfólk okkar (Japanir) eru að ganga í gegn um. Finnst fréttirnar frá Japan hafa of mikið snúist um hvort og hvernig áhrif á okkur Íslendinga (sbr. fréttir um áhrif á útflutningstekjur Íslendinga þ.s. starfsmenn japanskra vinnslustöðva (kaupenda íslenskra aðila) hafa að verulegu þurrkast út... hversu sjálfhverft viðhorf er það :-o)

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547284/2011/03/17/2/

Vona innilega að sé að misskilja málið (erlendis frá) og Íslendingar taki við sér og styðji myndarlega við söfnun RKÍ.  Við ættum jú að þekkja jarðskjálftahættu af eigin raun.... eða hvað!

ASE (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband