X-D: karlar 5 sinnum betri en konur

Samkvæmt fréttavef DV hefur Sjálfstæðisflokkurinn sent í kvöld út lista yfir þá frambjóðendur sem muni vera "með hógværar skoðanir á breytingum á stjórnarskrá".......sem sagt listi yfir þá frambjóðendur sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanlegir. Ég nenni ekki að velta fyrir mér hógværum skoðunum þessara frambjóðenda en stansa ansi hastarlega þegar ég skoða kynjahlutfallið á listanum og velti þar af leiðandi fyrir mér skoðun Flokksins sjálfs á kynjunum........ekki er að undra að prófkjör Sjálfstæðisflokksins fari alltaf eins og þau fara með tilliti til kvenframbjóðenda, ef farið er eftir svona flokksleiðbeiningum.........þarna eru nefnilega nöfn 25 karla og 5 kvenna............kíkið á þetta:

http://www.dv.is/frettir/2010/11/26/sjalfstaedismenn-velja-frambjodendur-fyrir-sitt-folk/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Hefurðu eitthvað fyrir þér að þetta sé komið frá Sjálfstæðisflokknum? Það segir hvergi í fréttinni að þetta sé komið frá Sjálfstæðisflokknum, heldur að þetta hafi verið sent á Sjálfstæðismanna. Það er ansi mikill munur þar á.

TómasHa, 26.11.2010 kl. 23:18

2 identicon

Í fyrsta lagi, þá eru 70% frambjóðenda karlkyns og í öðru lagi þá eru kvenkyns frambjóðendur til þingsins í róttækari kanntinum heilt yfir.

Sjálfur hef ég reynt að hafa ákveðið jafnvægi á mínum lista, en það er bara ekki heiglum hent að finna konur í hópi frambjóðenda, sem eru á þeirri línu að fara beri varlega í að umturna stjórnarskránni.

Langflestar þeirra eru með langan óskalista um alls kyns atriði sem að margra mati eiga ekki heima í stjórnarskrá.

atli (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband