Ráðgjafastofa heimilanna - þvílíkt grín!

Hef tvisvar leitað til Ráðgjafastofu heimilanna. í bæði skipin lenti ég á ungum mönnum sem litu út fyrir að vera fyrrum verðbréfasalar. Þekking þeirra á því sem þeir áttu að vera að ráðleggja um var hlægilega lítil. Samt var mér ekki skemmt. Ákvað að fara aftur þrátt fyrir slæma reynslu fyrst, því ég vonaði að ég hefði verið óheppin í fyrra skiptið. Ráðgjafinn hafði ótrúlega lítið innsæi, en er með forrit sem hann hélt að allt passaði inn í. Fullyrti t.d. að ég ætti rétt á vaxtabótum þó ég viti (og endurskoðandinn minn enn betur) að það á ég ekki, m.a. vegna þess að eignastaðan er orðin absúrd vegna óseldrar íbúðar og ég hef stöðugt reynt að auka greiðslugetu mína til að standa í skilum. (Best virðist manni reyndar þeir standa sem skulda sem mest og óhagstæðast og þá er hlaupið til hjálpar, en hinn stóri hópur sem er með venjuleg íbúðalánasjóðslán og hefur staðið í skilum er að verða illa úti.). Verst þótti mér þó þegar ráðgjafinn í léttara spjalli í lok samtals okkar fullyrti að helsti verðbólguhvati efnahagskerfa væri almenn neysla borgaranna.......OMG......vissi sem sagt ekkert um að sveiflur í verðlagi útflutningsverðmæta vegna gengissveiflna valda mikilli verðbólgu, og að óstöðugt gengi hefur verið hinn eilífi bölvaldur og hvati íslenskrar verðbólgu og stjórnvöld svo áratugum skiptir algerlega vanhæf til að takast á við það. Líka má nefna þensluáhrif virkjanaframkvæmda og annarra stórframkvæmda sem krefjast erlendra lána, eins stórvéla og tækjainnflutningur eða innflutningur dýrra bíla með lækkuðum innflutningstollum o.s.fr.v. Ráðgjafi minn taldi neyslu almennings (og þar af leiðandi neikvæðan viðskiptahalla) fara langt framúr þessum verðbólgumyndandi þáttum, þó lítið vit þurfi til að lesa sér til um annað. Æji, hvers á venjulegt fólk að gjalda á íslandi.........Ráðgjafi sem veit ekkert, á ekki að ráðleggja öðrum. Ef þeir eru allir svona hjá Ráðgjafastofu er ég ekki undrandi á að fólk fari þaðan út bálreitt.

Það er eins og þessum ráðgjöfum hjá Ráðgjafastofu hafi síðan sjálfum verið ráðlagt af sínum stjórnendum að telja alla sem þangað leita á að fara í greiðsluaðlögun, enda tryggir það endurheimtur hjá þeim sem reka Ráðgjafastofuna (ríki, bankar, stéttarfélög), en er ekkert endilega heppilegasti kosturinn hjá þeim sem til hennar leita. Það gæti t.d. hentað einhverjum sem er að komast í þrot en er enn skuldlaus að gera eitthvað allt annað. Og það gæti hentað þeim sem er hvort eð er fallinn á tíma að láta bara allt rúlla, fara í gjaldþrotameðferð eða skila lyklunum.......en þessum ráðum mun stofan aldrei beina til fólks......bara greiðsluaðlögun, greiðsluaðlögun, greiðsluaðlögun, þá fær ríkið sitt, eða bankinn eða lífeyrissjóðurinn. Þetta lítur allt voða vel út á yfirborðinu og í orðalaginu, en er bara grín þegar þú skoðar málið betur, því það er enn verið að verja hagsmuni lánastofnananna en ekki almennings. Gaman að vera Íslendingur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband