Hláleg "atvinnusköpun" Sjálfstæðiskonu.......

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, kallaði á framboðsfundi vændi "elstu atvinnugrein veraldarsögunnar" (og það var púað á hana).
Hvernig er hægt að leggja mat á hvað er elsta atvinnugrein í heimi? Hver treystir sér í þá skilgreiningu? Er þá verið að tala um öll þau verk sem hafa verið unnin per se, t.d. veiðiskapur, söfnun, verkfæragerð, skartgerð, matseld, landbúnaðarstörf, o.s.frv. en reikna má með að öll þessi störf hafi verið unnin frá upphafi mannkyns - og líklega er ljósmóðurstarfið elsta viðvik sem gert hefur verið fyrir aðra manneskju.
En kannski er bara verið að tala um verk sem er unnið fyrir annan og endurgoldið með einhverjum hætti, t.d. einhvers konar skipti (verk gegn verki eða verk gegn mat/gjöf/greiðslu - aftur hlýtur ljósmóðurstarfið að skora ofarlega þar og mörg önnur störf. Mér hefur alltaf fundist það að tala um vændi sem elstu atvinnugreinina hláleg rökfærsla...........
Er þá ekki það að vera eiginkona/eiginmaður elsta atvinnugreinin líka?
Legg til að um leið og atvinnugreinin vændi verður lögverndað starfsheiti, verði atvinnugreinin þjófnaður líka lögvernduð. Og stofnaðir verði skólar til að fólk fái sem besta menntun í þessum fögum og undirbúning undir starfið. Þá munu börn Ragnheiðar og annarra Sjálfstæðismanna í framtíðinni getað valið um hvort þau fara í lögfræðinginn, þjófinn, lækninn, hjúkkuna, kennarann eða hóruna.
mbl.is Fagna vændislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband