Hvað þurfti að jafna?

Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem logar stafna á milli vegna "styrkja" tveggja fyrirtækja......allt þjóðfélagið logar af forvitni um það HVAÐ það var sem þurfti að jafna út með 25 milljón króna viðbótargreiðslu Landsbankans, til að vera í sömu hæðum og FL-Group, eða eigum við heldur að segja, með sama rétt?

Það má vera að þeir sem tóku ákvarðanir um að veita flokki sínum þessa ofurstyrki séu bara svona góðir og gegnir Sjálfstæðismenn..............og þeir sem tóku við þeim líka...... en að manni læðist grunur um að eitthvað annað liggi að baki...........

Maður þorir varla að taka sér í munn orðið af ótta við málshöfðun, segir bara MÚ... eins og Búkolla forðum, og ef ég hefði hennar kraft og úrræði þá myndi ég segja: "Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina, svo úr því verði ofurstór gegnsæisvél, sem sér gegnum holt og hæðir, flokkabókhald og fyrirtækjatengsl, og dregur fram í dagsljósið allt sem falið er í hinu stóra glæpafjalli falsgreifanna sem mergsugu Ísaland og grófu auðæfi sín í aflöndum. Megi þeir vera útlægir þar um aldir og æfi."


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband