Arkitektónískar hörmungar.

p1030561.jpg

 p1030563.jpg

 

 

 

 

 

  

Á norðurleið á ferð um Borgarfjörðinn rekur maður oft augun í eina mestu arkitektónísku hörmung á Íslandi, í einhverju fegursta umhverfi landsins. Ég hugsa í hvert sinn: Hver skyldi hafa teiknað þetta? Skyldi hún/hann vera stolt/ur af þessu verki sínu?

Ekki bara eru nýju húsin í algerri mótsögn við þær byggingar sem fyrir voru, heldur eru þær í sitthvort hornið, bæði að útliti og efnisvali, sérstaklega ytri klæðningum. Á annarri nýbyggingunni hefur verið notaður kopar að hluta, og trúlega verið ætlast til þess að hann veðraðist og yrði grænn með tímanum. Það hefur hann vissulega orðið, en líka leka grænir úrfellingartaumarnir frá koparklæðningunni niður ljósa veggina við hliðina, svo þessar nýbyggingar minna mest á byggingar í stríðshrjáðum löndum, eða þar sem viðhaldi hefur verið ábótavant til áratuga. Í þessu fallega umhverfi Borgarfjarðar þurfum við að þola einhverjar ljótustu byggingar á Íslandi.

Myndlistarmenn, rithöfundar, leikarar, tónlistarfólk og fleiri listamenn mega búa við það að ef verk þeirra eru sýnd opinberlega, þá eru verk þeirra oft líka gagnrýnd opinberlega. Arkitektúr á hinn bóginn hlýtur aldrei neina faglega gagnrýni opinberlega af til þess hæfum aðilum, hvorki fyrir byggingu eða eftir, heldur verða menn að sætta sig við ömurlegar byggingar meðan þær standa heilar. Flest listaverk eru þess eðlis að þau eru fyrir augum eða eyrum í stuttan tíma, oftast að eigin vali, en byggingar standa í áratugi þar sem maður kemst ekki hjá því að sjá þær. Svona hörmungar eins og hér sjást særa fegurðarsmekk og sjónræna upplifun æ ofan í æ, sérstaklega þegar þær eru í alfaraleið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband