24.11.2011 | 20:31
Kommagrýlukallinn hann HHG
Mér var kennt í æsku að besta svarið við dylgjum og slúðri væri þögnin, þá talaði bara ómerkingurinn út í bláinn og fengi engin viðbrögð........ þetta er víst kallað þöggun í dag og þykir slæmt .... sérstaklega ef fólki finnst það sem talað er um vera satt og rétt og góðra gjalda vert.......en hvað ef það er bara slúður og dylgjur?? Má þá ekki bara þegja það af sér? Þessi bók HHG fær allt of mikla athygli miðað við innihald og áreiðanleik, bæði í Kastljósi og Kilju......hún er hennar ekki verð. Má ég frekar biðja um frjóar umræður um bókina Jó-jó eftir Steinunni Sigurðar. Eða Valeyri eftir Guðmund Andra. Eða Trúir þú á töfra eftir Vigdísi Gríms. Eða Hjarta mannsins eftir Jón Kalman.....það hlýtur margt töfrandi að leynast í hjarta mannsins sem slær lífsvalsinn taktfast eins og jó-jó.......
Kannski maður eigi bara að hætta að líta á bók HHG sem heimildaskrif og lesa hana sem skáldsögu, þá batnar hún nefnilega mjög mikið.......hann er með svo ógnmikið ímyndunarafl.......eins og þegar maður sá draug í hverju skúmaskoti þegar maður var barn.
Menn bera saman ferðalög til austurs og vesturs.... fyrr og nú..... Ég fór til Bandaríkja N-Ameríku nýlega, við komuna þurfti ég að gefa fingraförin mín, augu mín voru skönnuð, fyrir nú utan líkamsleitina frægu.....mér leið eins og glæpamanni, enda hafði ég aldrei séð aðrar eins aðfarir nema í framkomu við slíka menn í bíómyndum. .... mér varð því á orði við einn landamæravörðinn sem gekk sérstaklega hart fram við ellilífeyrisþegann móður mína, hún var 82 ára gömul og leit algerlega út eins og terroristi...... "So this is the free America?"....sagði ég brosandi, fannst ég bara soldið fyndin....... og hann ætlaði að hjóla í mig.........
Þó einhverjir gætu talið litla ástæðu til að bera saman austur og vesturveldin, og ferðalög þangað, þá er það nú staðreynd að þeir sem höfðu svo mikið sem gengið framhjá 1. maí göngu á Íslandi eða látið í ljós einhverja þá skoðun sem var bandarískum yfirvöldum ekki þóknanleg, var neitað um að ferðast til BNA um langt tímabil... er þetta ekki ákveðið form skoðanakúgunar og þöggunar, og það í öðru landi en sínu eigin? Skýringin sem gefin var fyrir heftingu ferðafrelsis (og málfrelsis) var:: þeir sem var hafnað voru kommúnistar.
Sönnunargagnið var oft léttvægt. Fólk sem hafði ekki gert neitt af sér annað en fylgjast með mótmælum á Austurvelli var neitað um ferðafrelsi, jafnvel líka um vinnu á Keflavíkurflugvelli, á þeim forsendum að það væri kommúnistar.....hér var fylgst vel með og það voru teknar myndir af öllum sem létu sjá sig á vafasömum stöðum og fundum og þessi gögn afhent bandarískum aðilum hér á landi....... þetta voru í raun persónunjósnir af grófustu sort, en allt í lagi af því að það voru ameríkanar sem framkvæmdu þær, ekki Rússar.......njósnir Rússa fengu allt aðra og verri umfjöllun.......þótt við, þessi eilíflega krítísku, sæjum ekki muninn.
Reyndar voru það ekki bara ameríkanar sem njósnuðu um Íslendinga, það voru ákveðnir íslenskir menn sem tóku það að sér fyrir þá, sumir innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn sem ég hirði ekki um að nafngreina hér, en flestir af eldri kynslóð þekkja nöfnin og vita hverjir stóðu með myndavélar í gluggum húsa við Austurvöll. Fólk sem mótmælti fékk að finna fyrir því við atvinnuleit.....sumir útilokaðir allt sitt líf. Á Íslandi er það reyndar almenna reglan að ekki er spurt um hæfileika og verðleika heldur flokksskírteini....... Og bara svo það gleymist ekki: Þátttakendur í búsáhaldabyltingunni voru myndaðir í bak og fyrir af íslenskri lögreglu. Maður veltir því stundum fyrir sér hvað verður um þessi gögn, núna þegar herinn er farinn og búsáhöldin kyrrlát heima í eldhúsi.....
Og hvað er gert við okkur sem viljum ekki vera fylgispök flokkum heldur málefnum? Er búið að setja okkur í eitthvert það hólf sem við höfum hingað til viljað forðast með því að standa utan allra flokkadrátta? Mun þessi pistill minn setja mig í hólf? Fæ ég t.d. kommastimpil af því að ég er ekki hrifin af bók HHG og aðferðinni sem beitt er: eða: Let them deny it??
En eiginlega er þessi hægri /vinstri umræða fáránlega þreytandi...hægri og vinstri útvötnuð hugtök.. og sama má segja um kommagrýluna, þann ljóta uppvakning HHG ........ kommúnistar með horn og hala eiga bara heima í þjóðsögunum...... og eru bara soldið fyndin fyrirbæri, eða eigum við að segja skáldskapur og hugarburður, eða kannski bara kerlingarbækur, eins og Jón Árnason þjóðsagnasafnari kallaði ýmis fyrirbæri og sagnir sem hann þó samviskusamlega skráði?
Hefur einhver hugmynd um hvernig það sýnir sig að manneskja er kommúnisti? Eða sósíalisti? Eru þetta ekki bara stimplar sem fólk notar eins og nasistar gulu gyðingastjörnuna forðum? Þá var það blóðið og uppruninn sem réði greiningunni, kommastimpillin er miklu huglægari og órökréttari......og þar af leiðandi skeikulli.
Hófstilltir jafnaðarmenn og menn sem vildu bæta kjör verkafólks og hinna verst settu eru með nýuppvakinni kommagrýlu málaðir upp sem hálfgerðir djöflar.... á sama tíma og raunverulega öll stjórnmálaöfl á vesturlöndum hafa tekið upp allflest grundvallarsjónarmið sósíalískra hugsjóna, eins og t.d. jafnan rétt til menntunar, jafnan rétt til starfa, mannsæmandi laun fyrir vinnu sína, jafnari dreifingu auðs í samfélaginu, jafnrétti kynjanna, aðstoð við þá sem minna mega sín = eða samantekið, hið margrómaða velferðarsamfélag,.. sem er í raun sniðið eftir sósíalískum hugmyndum......hið kapitalíska og ómannúðlega iðnbyltingarsamfélag sem sósíalisminn spratt upp úr, hefði ekki án baráttu afhent verkafólki á sínum tíma þau réttindi sem við teljum sjálfsögð í dag, til þess þurfti nýja hugmyndafræði.
En kannski vill Hannes Hólmsteinn og kommagrýlukallar aðrir aftur á fyrstu áratugi Iðnbyltingarinnar með þá miklu misskiptingu auðs og aðstöðumun sem þá þekktist, vinnuþrælkun, barnavinnu, poor-houses, skuldafangelsi og ömurleg kjör fyrir verkafólkið - en hallir, kavíar, silki og pluss fyrir auðfólkið......... ef þetta er sú veraldarsýn sem Hannesi hugnast (ef marka má orð hans um að græða á daginn og grilla á kvöldin, sama hvernig gróðinn er fenginn) þá má hann framkvæma sína hugsýn í samfélagi skoðanabræðra sinna og keppast þar við þá um toppsætin við að arðræna hvor annan. Við sáum dæmin í Kastljósi gærkvöldins..........
Athugasemdir
Hafðu kæra þökk fyrir, Harpa.
Hvert orð er eins og talað út úr mínu hjarta.
Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.