70 % Fréttablaðsins auglýsingar

frettablad.jpg70% Fréttablaðsins er auglýsingar og 15% er innlendar fréttir. Eftir standa 15%, sem gætu verið annað efni sem er unnið af blaðamönnum blaðsins, en rétt að draga frá aðsendar greinar frá almenningi, sem eru góð uppspretta fréttatengds efnis sem ekki þarf að greiða einum eða neinum fyrir. Kannski standa þá eftir um 7-8% af efni blaðsins sem blaðamenn miðilsins vinna sjálfir, en gæti þó að hluta verið þýtt erlent efni frá fréttaveitum eins og Reuters eða hreinlega þýddar fréttir sem menn gúgla frá öðrum fréttamiðlum. Einhver hluti er svo líka uppsóp úr erlendum miðlum um tísku, kvikmyndastjörnur og frægaðendemi-fólkið og svo eitthvað smá um íslenska menningar- og pöbbalífið.

Er það nútíma íslensk blaðamennska sem kemur fram í þessum hlutfallstölum? Eftir þessu ættu að vera miklu fleiri starfsmenn í auglýsingadeildinni en fréttamannadeildinni á  Fréttablaðinu.

Þetta og margt fleira um íslenska prentmiðla má finna í nýkynntri rannsókn Birgis Guðmundssonar, dósents við fjölmiðladeild Háskólans á Akureyri, en Birgir kynnti vinnu sína í síðustu viku. Kristín Heba Gísladóttir, nemi á 3.ári í sálfræði aðstoðaði við rannsóknina. Skoðaðir voru prentmiðlarnir Morgunblaðið, fríblaðið Fréttablaðið og DV.

Í rannsókninni kemur fram að hlutfall auglýsinga í prentmiðlunum minnkaði snarlega fyrst eftir hrun en hefur aftur aukist, mest í Fréttablaðinu, en daglegt auglýsingamagn hefur minnkað frá 2008 til 2010 sem nemur 13 síðum. Skerfur Morgunblaðsins á auglýsingamarkaði er minnstur af þeim 3 prentmiðlum sem skoðaðir voru og heldur áfram að minnka. Sérkennilegt þegar horft er til þess að trúlega er unnið efni meira í Mbl en nokkrum öðrum prentmiðli, sérstaklega menningarefni, en DV er líka með töluvert magn unninna frétta. Öll blöðin reiða sig þó líka á aðsent efni, sem er ódýr leið til efnisöflunar.

Samkvæmt rannsókn Birgis hafa áhrif hrunsins á efnissamsetningu blaðanna ekki verið mikil, blöðin haldi að mestu sömu efnishlutföllum, en mælingin sýni þó að þjóðfélagsumræða hafi minnkað í íslenskum prentmiðlum. Spurning er hvort hún er í rénum eða hvort hún hefur færst til og þá hvert” segir Birgir.

Mín tilgáta er að umræðan hafi færst mikið yfir á bloggsíður, þar getur fólk sett fram skoðanir sínar án tafar og tekið þátt í umræðum sem eru gildar í hita leiksins. Á prentmiðlunum þarf aðsend grein iðulega að bíða birtingar, stundum bíða greinar í margar vikur áður en þær eru birtar, og oft er þá kraftur þeirra horfinn og augnablikið þegar sjónarmið voru sett fram liðið og samhengið tapað. Stundum hentar það útgefndum að birta alls ekki það sem þeir fá sent og þá gera þeir það ekki.

Sumir bloggmiðlar hafna reyndar líka bloggi eða athugasemdum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband