Eldgos eða skýstrókur

Vissulega er gosið sem hófst í Grímsvötnum laugardaginn 21. maí miklar nátúruhamfarir. Og vissulega á fólkið á Suðurlandi skilið samúð okkar allra, að ég tali nú ekki um dýrin. Frábær fréttaumfjöllun gerir okkur kleift að fylgjast með gangi gossins og daglegum aðgerðum, líðan íbúa og ástandi skepna. Samúð okkar er mikil. Sem betur fer er enginn í alvarlegri hættu og dýrin virðast braggast furðu fljótt.

severe_weather_110428_wg.jpg

Á sama tíma fara skýrstrókar yfir Bandaríkin í lange baner......165 á 24 klukkustundum, 291 látnir og margir enn ófundnir. Einn skýstrókur eyddi á sunnudaginn 22. maí tveimur þriðju hlutum borgarinnar Joplin.

Á meðan á gosinu í Grímsvötnum stóð höfðu íslenskir fréttamiðlar að því er virtist ekki minnsta áhuga á þessum atburðum, þó mannskæðir væru, og margt eftirlifandi fólk eignalaust og í áfalli. Núna, þegar gosið er í rénum er meiri fréttaflutningur af alvarlegum afleiðingum skýstrókanna.

Þetta er áberandi líkt viðbrögðum okkar við flóðbylgunni í Japan, við vorum þá upptekin við Mottumars gegn krabbameini karlmanna. Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvað við erum sjálflæg, alvarlegustu hörmungar annarra þjóða megna ekki að vekja athygli okkar og samúð..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband