Hvaða elíta???

Margir eru að tala um að hér á landi sé einhver elíta.......og helst í kringum opnunarhátið Hörpunnar.

Hvaða elítu eru menn að tala um? Á hverju byggist skilgreining hennar?

Ég er nú búin að búa í þessu landi yfir hálfa öld og veit ekki til að hér sé einhver elíta.....eða hafi nokkurn tíma verið.......nema íslenskur aðall sem Þórbergur talaði um og var víst örugglega íslenskur almenningur, alþýðufólkið sem byggði og byggir þetta land.....

Er hægt að ákveða að einhver hópur sé elíta.......og hver ákveður það???..., er það hópurinn sjálfur eða einhverjir sem telja sig vera utan hans? (þannig hljómar reyndar þetta elítu-tal soldið.....einhverjir telja sig ekki hafa fengið að vera með í einhverju sem þá annaðhvort langar til að vera með í eða hafa engan áhuga á að vera með í .......soldið erfitt að henda reiður á því.

Nokkrar skvísur tóku sig til í vetur og héldu VIP-ball.....voru þær og þeir sem þær buðu þá orðin elíta??

Er valdalítill maður sem er þó ríkur að fé, en algerlega áhugalaus um tónlist en alltaf í golfi elíta?

Er fólk sem fær að fara framar í röðinni við skemmtistað elíta??'

Verður fólk hluti af elítu í krafti peninga - valda - þátttöku í menningarlífi??????? Eða ef það er hluti af öllu þessu og jafnvel meiru til??? Er maður elíta ef maður hefur áhuga á tónlist???? Er maður elíta ef maður á nokkrar milljónir og fínt hús??? Er maður elíta ef maður er alþingismaður????

Menningarsnauðir geta búið í veglegum húsum og átt milljónir, þingmenn geta komið úr öllum lögum samfélagsins, listnjótendur geta verið ríkir sem fátækir, valdalitlir og valdamiklir og trúlega allir njóta menningar og lista ef vel er að gáð (tónlist, bækur, kvikmyndir, dans og s.frv.).

Verður maður sjálfkrafa hluti af elítu ef manni er boðið á opnunarhátíð í Hörpuna??? Ræður þá sá eða sú sem setti saman boðslistann hver er elíta? Viljum við gefa viðkomandi það vald??? Er ekki verið að því með því að tala yfirhöfuð um elítu í þessu samhengi??? Það að lenda á einhverjum boðslista gerir fólk ekki að elítu..........

Þetta elítutal er mér eiginlega algerlega óskiljanlegt.......enda hef ég alltaf litið á alþingismenn, peningamenn, listamenn og alla aðra sem jafngilda þjóðfélagsþegna - öfunda ekki fólkið sem á peninga frekar en listamenn með skoplétta pyngju, öfunda ekki þá sem hafa yfir öðrum að segja frekar en þá sem þurfa að hlýða stórnanda - hvort sem viðkomandi stjórnar í krafti peninga, pólitíkur eða tónlistarsprota........enda sé ég þá ekki sem elítu heldur jafningja í öðru starfi en ég sjálf........en sjálf er ég í miklu elítustarfi, ræð mér sjálf að mestu með vald á mörgum hlutum, fátæk að peningum en rík í anda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elítan eru þeir sem reglurnar gilda einfaldlega ekki um.

Fólk sem virðist geta tekið sér fé og vill síðan láta almenning borga fyrir sig.

Þannig mundir þú missa húsið þitt ef þú skuldaðir 10 millur sem þú gætir ekki greitt af, en Björgólfur missir ekki neitt þó hann skuldi hundraðþúsundmilljónir. Þú yrðir gerð gjaldþrota ef þú gætir ekki greitt þína skuld og elt til æviloka, á meðan Þorgerður Katrín og maður hennar fá að færa skuldir sínar í nýtt félag og halda öllu sínu þar sem skuldir gjaldþrota félags enda á einhverjum öðrum en þeim sem tóku lánin.

Ef þú heldur að þú sért einhver jafningi svona fólks, bara í öðru starfi, þá er kannski kominn tími til að vakna.

Þú þarft að gjalda fyrir þín mistök á meðan öðrum er gert að læra af sínum.

Björn I (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband