Er verið að prísa fólk út?

Samkvæmt bloggi Bubba Morthens og birtingu hans á samningi sem tónlistarmönnum sem vilja leigja sali í Hörpunni er boðið, þá bendir allt til að verið sé að gera þeim lífið ansi erfitt..... Þeir þurfa að greiða leigu salar mánuði áður en flutningur fer fram.......eru sem sagt prísaðir út fyrirfram......þetta er óþekkt aðferð hér á landi og þó víðar væri leitað. Ekkert er að því að greiða einhverja tryggingu fyrirfram, eins og líka er farið fram á, eða 10% við undirritun samnings, en að hin 90% séu greidd 30 dögum fyrir tónleika er fáheyrt......og gerir að litlu þær vonir að þetta yrði hús alls tónlistarfólks og allra Reykvíkinga.......

Þætti t.d. undarlegt ef kaupmaður sem vill kaupa af birgi vöru að hann þyrfti að borga vöruna mánuði áður en hann fær hana afhenta.......

Þessu þarf að breyta.........vonandi er skilningur á því hjá stjórnendum Hörpunnar.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já þetta er í fyrsta sinn sem ég er sammála Ásbirni - finnst það fáranlegt og einokun að húsið ætli að hirða alla utanaðkomandi sölu sem listamaðurinn hefur möguleika á einsog geisladiskar og minjagripi. Skil ekki hverjir eigi að geta borgað leiguna á þessum díl mitt leikhúsið hefur sýnt í fullt af húsum um land allt og þar er ávallt díllinn sýna fyrst og borga svo, enda á maður þá fyrir leigunni, svona yfirleitt allavega

Elfar Logi Hannesson, 17.5.2011 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband