Den tossede præsident.....og de stædige Islændinge

Á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 er fastur umræðuþáttur með Uffe Ellemann og Mogens Lykketoft "fordi de kender verden" eins og segir í kynningu. Í nýjasta þættinum frá 15. apríl fjalla þeir um efnahagsörðugleikana sem mörg Evrópuríki eiga við að glíma. Um miðbik þáttar kemur að Íslandi.

Þar bendir Uffe Elleman á mikilvægi Íslands í varnarbandalagi Evrópuþjóða sem varðpósts í norðri. Sjálfsagt eru aðrar ástæður fyrir því að Evrópuþjóðir vilja gjarnan fá Ísland í EU, því víst er að ekki er efnahagslega hagkvæmt fyrir sambandið að fá stórskulduga þjóð í hópinn. Hugsanlega hefur það eitthvað að gera með væntanlega alþjóðlega norðursiglingaleið eða vatnsforða norðursins, hver veit.

En nokkuð er víst að í augnablikinu virðist meirihluti Íslendinga ekki hafa áhuga á að ganga í EU og EU ekki hafa áhuga á að fá til samstarfs ríki sem ekki er hægt að stóla á.

Annað áhugavert sem þarna kom fram er að þeir telja Ísland vera í nokkuð góðum málum efnahagslega, sérstaklega ef miðað er við Írland, Grikkland og Portúgal.

En áhugaverðust er umræða þeirra félaga um forsetaembætti Íslands og Ólaf Ragnar Grímsson......hann er þar kallaður "den tossede præsident". Harkaleg ummæli, og það frá mönnum sem eru alvanir alþjóðlegum samskiptum.

Í lok umræðunnar um Ísland eru þeir félagar spurðir hvaða Íslendingur þeir vildu helst vera og Lykketoft svarar að trúlega langi engan til að vera Íslending í augnablikinu, en ef hann ætti að nefna einn Íslending sem hann beri mikla virðingu fyrir, þá sé það forsætisráðherra okkar, Jóhanna Sigurðardóttir........

Ég yrði ekki undrandi á að svona sé því farið um marga málsmetandi menn og konur erlendis. Öfugt við meirihluta Íslendinga sem hafa alltaf hlaupið á eftir lýðskrumurum og bumbuslögurum. ..... sérstaklega í pólítík þar sem ærlegt fólk hrökklast iðulega frá og vandaðir og vel hugsandi vilja helst ekki vera. Þess vegna er áríðandi að styðja þá fáu heiðarlegu stjórnmálamenn sem gefa kost á sér í þetta erfiða og vanþakkláta verk, og vilja frekar taka þátt í að moka flórinn en vera í hlutverki mykjudreifarans.

Jóhanna hefur lengi verið álitin heiðarleg, bæði af samherjum og andstæðingum, og jafnvel hlotið uppnefni af. Undanfarin ár hefur stjórnarandstaðan með Sjálfstæðisflokkinn í forystu lagt sig í líma við að koma á hana og aðra ríkisstjórnarmeðlimi höggi og ávirðingum eftir aðferðinni "let them deny it"  -  einhverri sóðalegustu pólitísku aðferðafræði sem þekkist og á uppruna sinn í bandarískum stjórnmálum. Sannkölluð mykjudreifaraaðferð.

Þó ég sé ekki alltaf í skýjunum með núverandi ríkisstjórn (sérstaklega ekki í aðgerðum til hjálpar heimilum) var ég mjög ánægð með hvernig hún brást við kröfum Samtaka atvinnurekenda og LÍÚ. SA sýndi okkur svo ekki varð um villst að enn er verið að skíta út......... og að þeir svífast einskis í að viðhalda óréttlátu kvótakerfi sem hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir byggðir landsins.

Svo hef ég aldrei getað skilið hvernig það fólk er innrætt sem hefur geð í sér til að semja um skítalaun fyrir aðra, laun sem þeir og allir aðrir sjá að duga ekki til framfærslu.......það er eitthvað að hjartalaginu í þessu fólki, það hlýtur að vera með glerhart hjarta......og finnast svo það sjálft svo miklu betur úr garði gert en aðrir að það eigi að fá milljónir í laun. Nema þeir séu bæði "stædige" og "tossede" svo maður noti lýsingarorðin sem hinir dönsku álitsgjafar brugðu fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband