12.4.2011 | 19:28
Sjálfhverfa og stolt
Sjálfhverfa er þekkt í mannlegu eðli, Freud varð einna fyrstur til að skilgreina hana og setti fram hugtakið narcissism. En gerður er greinarmunur á heilbrigðri sjálfhverfu (sem er einstaklingnum nauðsynleg til lífsafkomu og kemur fram í öfgalausu mati á því sem við kunnum og getum og t.d. líka í umhyggju okkar fyrir þeim sem við elskum eða því að við viljum frekar annast börnin okkar en annarra manna börn) og svo á hinn bóginn óheilbrigðri sjálfhverfu sem er á hinum enda ássins og ýktasta form hennar er psykópatían. Óheilbrigð sjálfhverfa getur lýst sér í óeðlilegri sjálfsánægju með útlit sitt, verk og afrek, en líka í óeðlilega sterkum viðbrögðum við gagnrýni eða jafn einföldum hlut og að einhver er ekki á sama máli og maður sjálfur.
Allir hafa sjálfhverfu í einhverjum mæli, og rannsóknir hafa sýnt að 80% fólks finnst þau vera betri, heiðarlegri og klárari en aðrir. En einnig er þekkt að með auknum aldri, þroska og menntun minnkar sjálfhverfan, menn taka að sjá út fyrir sinn eigin sjóndeildarhring og hætta að miða allt eingöngu við eigin þarfir, verða samfélagslega þroskaðir einstaklingar.
Sjálfhverfa í sambandi við völd er þekkt í einstaklingum eins og Hitler og Stalín, oft fylgir hinum sjálfhverfa og valdasjúka líka heiftarleg paranoja um að aðrir sjái ekki í þeim þann framúrskarandi einstakling sem þeir telja sjálfan sig vera, og mæta þeir hverjum sem vogar sér að efast um ágæti þeirra eða ákvarðanir með reiði eða æðisköstum, hefndin er þeim nærtækt vopn eða það að bregða fæti fyrir þá sem þeir telja vera sér andsnúna á einhvern hátt. Þeir eru alltaf á verði gagnvart hugsanlegum óvinum og berja niður alla mótstöðumenn. Slík hegðun virðist eflast eftir því sem einstaklingurinn eldist. Því meir sem narcissistinn upphefur sig yfir aðra, því einangraðri verður hann, allir eru hugsanlegir óvinir og til að vinna á óttanum reynir hann með athöfnum sínum að styrkja vald sitt og vissu um eigið ágæti.
Vissulega fylgja völdunum fleiri óvinir svo narcissistinn á auðvelt með að afsaka fyrir sjálfum sér og öðrum öfgafull viðbrögð sín. Narcistissinn er hégómlegur og gott ráð til að halda frið við hann er að skjalla hann.......hann kann að meta það og fylkir oft í kringum sig jáfólki og skjallbræðrum.
Erik Fromm skrifað í bók sinni The Heart of Man - Its Genius for Good and Evil um einstaklingsbundna og svo hópsjálfhverfu (group narcissism). Þar í flokki má líka skipta upp í heilbrigða og óheilbrigða sjálfhverfu líkt og hjá einstaklingum. Hópur getur t.d. komið sér saman um að vinna að sameiginlegum markmiðum sem yrðu til góða fyrir sem flesta, þeir hvetja hvorn annan og hrósa þegar eitthvað ávinnst, þakka hópnum og samstöðu hans. En svo er það hin hliðin á peningnum, hin maligna sjálfhverfa, og útskýrir Erik Fromm hana svo (feitletranir mínar):
A society which lacks the means to provide adequately for the majority of its members, or a large proportion of them, must provide these members with a narcissistic satisfaction of the malignant type if it wants to prevent dissatisfaction among them. For those who are economically and culturally poor, narcissistic pride in belonging to the group is the only - and often a very effective - source of satisfaction. Precisely because life is not "interesting" to them, and does not offer them possibilities for developing interests, they may develop an extreme form for narcissism. Good examples of this phenomenon in recent years are the racial narcissism which existed in Hitler´s Germany, and which is found in the American South today. In both instances the core of the racial superiority feeling was, and still is, the lower middle class;this backward class, which in Germany as well as in the American South, has been economically and culturally deprived, without an realistic hope of changing its situation......(it) has only one satisfaction: the inflated image of itself as the most admirable group in the world, and of being superior to another racial group that is singled out as inferior. The member of such a backward group feels: "Even though I am poor and uncultured I am somebody important because I belong to the most admirable group in the world - I am white" or "I am an Aryan".
....og við getum bætt við: af því að "Ég er kristinn" eða "Ég er Múslimi" eða "Ég get verið stoltur af sjálfum mér af því að ég er Íslendingur" eða "Ég er Íslendingur og við Íslendingar látum engan kúga okkur".
Athugasemdir
Það er mikið til í þessu um íslendinga, sem þykjast vera bestir í öllu og eiga alltaf fallegasta kvenfólkið í heiminum. Síðan má telja upp náttúruna og fleira og fleira. Það er ekki nema von að allt sé á hallandi fæti á Íslandi um þessar mundir.
Maður áttar sig samt ekki á þessu fyrr en maður flytur erlendis og af-íslenskast í leiðinni. Þá fyrst fattar maður hversu brjálað ástandið er á Íslandi og hefur í raun alltaf verið.
Jón Frímann Jónsson, 12.4.2011 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.