Áhættusækni

Í útrásinni voru íslenskir fjármálamenn lofaðir fyrir áhættusækni og djörfung, hugarfar víkinga. Í hruninu voru sömu menn ásakaðir um gengdarlausa áhættusækni sem sett hefði allt á hvolf. Fulltrúar hinna áhættusæknu kusu Nei í gær - þá getur maður nærri um að í því vali sé fólgin meiri áhætta, spennufíknin hverfur ekki svo glatt.

Orð írska fjármálaráðherrans Brian Lenihans um að Ísland allt hafi verið einn risavaxinn vogunarsjóður fara að hljóma sem trúleg sannindi og lýsa ef til vill viðhorfinu til þjóðarinnar almennt hjá evrópskum þjóðum. "Við erum ekki eins og Íslendingar, sagði Brian Lenihan fullur hneykslunar á samanburðinum við Írland " við erum ekki 300.000 manna vogunarsjóður bænda og fiskimanna". Og hann bætti við: "Við Írar ætlum ekki að fara aftur á 8. og 9.unda áratuginn - en fyrir þá sem ekki vita þá var Írland á þeim árum fátækasta land Evrópu.

Kannski felst í þessum orðum forspá um það hvert Íslendingar stefna í dag, þegar samningar við gamlar viðskiptaþjóðir eru ekki lengur möguleiki í stöðunni. Ég bjó á Írlandi 1980 og ég get lofað ykkur því að það er ekki efnahagsástand sem ég óska Íslandi..........en er hrædd um að það sé framtíðin sem bíður okkar næstu ár. Ég spái til 2024.Þegar harðnar á dalnum munu hinir áhættusæknu yfirgefa skerið og flytja sig til landa þar sem meira er í spilunum, og spila sinn póker þar..........margir þeirra eru þegar farnir og gambla með leppum um íslensk þrotabú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband