6.4.2011 | 22:07
Sendum þá heim
Fangelsin eru yfirfull. Nokkuð stór hluti fanga, eða um helmingur, eru erlendir ríkisborgarar. Af hverju ekki að senda þá til síns heimalands til afplánunar? Þetta gera Danir núna þegar íslenskur ríkisborgari er dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morð í Danmörku, honum er vísað til síns heimalands.
Eins og sést í fréttinni þá vill aumingja strákurinn ekki að nafn hans verði birt í dönskum fjölmiðlum. Sama gildir um þjófagengið sem sést á myndinni hér fyrir neðan, þeir vilja síður þekkjast þessir guttar sem hér hafa gengið um rænandi og ruplandi. Þá gætum við nefnilega varað okkur á þeim. En þeir verða líklega ekki lengi í steininum, ef þeir fá þá dóm. Alltaf skal þræta, þá er smáglæta....
En skyldu þeir vilja fara heim og taka út refsingu sína þar ef þeir fá á sig dóm? Varla. Þar sem enginn þekkir mann þar er gott að vera........og ræna.......og taka út refsingu. Þá fréttir mamma gamla ekki af því......og svo segja sumir að íslensk fangelsi séu nokkuð þægilegur dvalarstaður miðað við fangelsi í mörgum öðrum löndum. En hvað veit maður svo sem um það, þetta er örugglega bara ómerkilegt slúður, tæplega gaman að vera sviptur frelsi sínu.
Í dag eru um 15 íslenskir brotamenn í fangelsi erlendis. Margir þeirra hafa óskað eftir að afplána hér á landi en það er ekki hægt því fangelsin eru yfirfull. Hvað skyldi verða um þann sem Danir vilja senda okkur? Fær einhver að fara fyrr út svo það verði pláss fyrir hann? Verður hann í opnu fangelsi í Bitru eða á Kvíabryggju? Verður afplánunin hans stytt til að fá pláss fyrir enn aðra?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.