4. valdið er máttlaust

Nýr Fréttatími barst inn um lúguna í morgun.........er þetta boðberi nýrra tíma í blaðamennsku á Íslandi? Er þetta afrakstur vikuvinnu og undirbúnings?

Metnaður blaðamanna dag- og vikublaðanna virðist vera bundinn við ófarir Lindsey Lohan og bossann á misfrægum söng- og leikkonum, tískufatnað, snyrtivörur og íþróttir. Þetta er uppbyggilegt og örugglega það sem þjóðin þarf á að halda....eða hvað??

Einhvern tíma stóð maður í þeirri trú að það væri hlutverk fjölmiðla, fjórða valdsins, að standa fyrir uppbyggilegri umræðu, greiningu og bæði setja fram og örva gagnrýna hugsun. en vei ó vei...........gef oss í dag vort daglega endurvinnsludrasl........og Lindsey Lohan.........þetta hefur ekki burði til að vera fjórða valdið, þetta er ekki neitt, nema sé upphafin lágkúra........og ef hún hefur vald á við dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald í íslensku þjóðfélagi þá er það illa sett. ....

Fréttamat á Íslandi er hlægilegt........gamla gufan á RÚV er eini miðillinn sem stundar einhverja fréttarýni (t.d. Spegillinn), samfélagsrýni (Samfélagið í nærmynd, Umræður um lýðræðið, Vítt og breitt og fl.) og menningarrýni (Víðsjá, Lostafulli listræninginn, Flakk o fl.) .

.......ég átti reyndar von með Fréttatímann, þar hefðu blaðamenn heila viku til að vinna vandaða fréttaumfjöllun og greiningar........en hvað kom.........sama innantóma blaðrið og er í hinu daglega Fréttablaði = Ruslatunnumatur.....eins gott að maður er með endurvinnslutunnu......

E


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband