Listamenn v Sjálftökumenn

Ásbjörn Óttarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er líka útgerðarmaður sem rekur eigið fyritæki. Var fyrr á árinu fjallað um ólöglegar arðgreiðslur hans út úr þessu fyrirtæki sem var í bullandi tapi, Hann greiddi sér 65 milljónir krónur í arð árið 2008 og 20 milljónir árið 2009. Ekki tókst að sanna hvort hann sjálfur bar ábyrgð á athæfinu eða endurskoðandi hans, sem lést á síðasta ári, en Ásbjörn lýsti ábyrgðinni á hann. En með því að endurgreiða arðgreiðsluna slapp Ásbjörn við frekari málaferli og sakfellingar, sérstaklega þar sem orð hans eins voru til frásagnar um ábyrgðarhlutann.

Ásbjörn lætur Tónlistarhúsið Hörpu fara í taugarnar á sér. Hann sér líka ofsjónum yfir listamannalaunum og telur greinilega listamenn vera vinnufælna.

Öfugt við Ásbjörn held ég að góð innspýting í listalífið sé góð á krepputímum. Auðvitað verða alltaf fulltrúar afdalamennsku og andlegrar fátæktar sem tala um að þetta sé óþarfi og að "listamenn eigi að fá sér venjulega vinnu eins og annað fólk" - eins og t.d. ofangreindur Ásbjörn Óttarsson, sá hinn sami og fannst í lagi að greiða sjálfum sér heilmikinn arð út úr gjaldþrota fyrirtæki (sem við skattborgarar greiddum því í raun fyrir hann, listamenn þar á meðal) það fannst honum í lagi, og klíndi svo gerningnum á látinn mann. Arðurinn sem Ásbjörn greiddi sér og konu sinni út árið 2008 hefði farið langt með að greiða öll starfslaun listamanna sama ár.

Vel má vera að það að vinna að listum og menningu sé óvenjuleg vinna í augum einhverra, en vinna er það samt. Vinna sem hefur verið sýnt fram á að leggur meira til þjóðarbúsins hér á landi en t.d. landbúnaður (sjá úttekt Ágústs Einarssonar hagfræðings). Vinna sem aðrar Evrópuþjóðir meta að verðleikum og hafa gert í nokkur hundruð ár og tala ekki niðrandi um. Ísland er eina landið þar sem ég heyri þeim sem vinna að listum og menningu hallmælt......þó erum við þjóðin sem varðveitti elstu menningu Norðurlanda. Það má svo með réttu segja að fyrstu íslensku skáldin hafi verið á listamannalaunum hjá erlendum kóngum.......kannski var enginn skilningur á starfi þeirra hér á landi strax þá.........

Ef eitthvað getur reist Ísland úr þessum rústum og bjargað orðspori þess, þá eru það listirnar og ferðamennskan og yfirhöfuð allt það sem svona þöngulhausar eins og Ásbjörn telja óþarfa......t.d. sameinar Airwawes hátíðin þetta tvennt með frábærum hætti og aflar þjóðarbúinu fullt af tekjum.

Þöngulhausar eru og verða þöngulhausar og enginn mun muna nafn þeirra innan 10 ára.............og nú getur Ásbjörn mín vegna látið tvær Hörpur fara í taugarnar á sér........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásbjörn bar fram þá afsökun að hann hefði ekki þekkingu á bókhaldi og auk þess hefði látinn endurskoðandi hans sagt að þetta væri í lagi. Þetta er mjög sérkennilegt. Hvert mannsbarrn veit að arð er ekki hægt að greiða nema af hagnaði! Til að skilja þetta þarf ekki neina sérstaka bókhaldsþekkingu. Ásbjörn taldi að um mistök hefði verið að ræða og endurgreiddi fjölskyldufyrirtækinu nafnvirði upphæðarinnar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gerði engar athugasemdir við þetta mál. Rétt er að benda á að Ágúst Einarsson hefur skrifað bók um hagrænt mikilvægi menningar. Sérstaklega með tilliti til menningar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband