4.10.2010 | 16:20
Er þetta ekki viðsnúningur hjá Styrmi?
Athyglisvert er að lesa tvo síðustu pistlana sem Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar á Evrópuvaktinni. Ég staldraði allavegana við.......
http://www.evropuvaktin.is/pistlar/16489/
http://www.evropuvaktin.is/pistlar/16467/
Ég man ekki betur en Morgunblaðsmenn og Sjálfstæðismenn almennt töluðu manna helst um "Skríl" í Búsáhaldabyltingunni miðri......og fordæmdu þá þingmenn sem fóru út til að tala við mótmælendur.
Hvað hefur breyst? Ástandið í þjóðfélaginu er verra núna, en kannski er breytingin helst sú að núna eru stjórnvöldin önnur..........og þá snúast menn 180° og nú geta Sjálfstæðismenn samsamað sig með "skrílnum" ........og finna því til undan því að talað sé um vonsvikna almenna borgara sem "múg" og "lýð".........og skyldi engan undra.
En gullfiskaminni Íslendinga gerir það að verkum að engum þykir undarlegur viðsnúningur Styrmis og Sjálfstæðismanna............Greiningin er örugglega rétt hjá Styrmi í stórum dráttum, en hvað er það sem hann vill gera?
Og hvað ætli Styrmi finnist núna um mál 9-menninganna fyrst hann er farinn að snúast svona?????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.