30.9.2010 | 00:00
"Ensk" kvikmyndahátíð
Ég er mikill aðdáandi kvikmyndahátíðar. Hef sótt hana svo árum skiptir. Sama hvað hún heitir - RIFF, RAFF, RUFF - eða bara Kvikmyndahátíð. Í ár ber svo við að hin alþjóðlega kvikmyndahátíð sem haldin er á Íslandi virðist aðeins hafa á að skipa enskumælandi starfsmönnum......sjálfboðaliðum er mér tjáð......í miðasölu, símavörslu, við inngang bíósala. Hef ekki enn hitt einhvern sem talar íslensku þegar ég fer á þessa alþjóðlegu kvikmyndahátíð RIFF - nema í sælgætissölunni....... en "popp og kók" er samt mjög auðskiljanlegt og alþjóðlegt og þarf ekki tungumálasnillinga til að skilja það eins og hið ástkæra og ylhýra.
Kannski verður þróunin sú að ef um er að ræða tíbetska mynd þá tala allir starfsmenn tíbetsku, ef um er að ræða kínverska mynd tala allir starfsmenn kínversku, ef um er að ræða tékkneska mynd tala allir tékknesku, ef um er að ræða danska mynd tala allir dönsku, ef um er að ræða franska mynd tala allir frönsku, og ef um er að ræða þýska mynd tala allir þýsku o.s..frv.......roslega alþjóðlegt.........en kannski er bara enska tungumálið nógu alþjóðlegt á alþjóðlegri kvikmyndahátíð..........svo virðist.........þótt hún sé haldin á Íslandi.
Aðeins íslenskumælandi Íslendingar lentu í vandræðum á þessari kvikmyndahátíð, sérstaklega þeir sem eru komnir vel yfir miðjan aldur, og þá skipti engu þótt þeir hafi stundað kvikmyndahátíðir hér á landi síðan 1978 - eða hreint út sagt, þeir sem fóru á kvikmyndahátíðir á Íslandi þegar enn var þar töluð íslenska...........
Þó það tali bara ensku er þetta samt allt ungt og ákaflega geðugt fólk sem RIFF skartar í sínum sjálfboðaliðahópi.......en það er eitthvað athugavert við það að þurfa að bregða fyrir sig ensku þegar mann langar að sjá góðar kvikmyndir á gamla góða Frónkexinu. Eru virkilega engin íslensk ungmenni sem vilja vinna í sjálfboðavinnu við svona skemmtilega hátíð????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.