Allir vildu Lilju kveðið hafa

Enn á ný sýnir Lilja Mósesdóttir að hún starfar eftir sannfæringu sinni sem þingmaður á hinu lægstvirta Alþingi. Hún er tilbúin að hlusta á góðar tillögur og rök félaga jafnt og liðsmanna annarra flokka. Hún lítur á gæði hugmyndanna ekki flokkslínurnar. Hún hlustar á grasrótina.

Viðtalið við hana í Návígi Þórhalls Gunnarssonar í byrjun vikunnar var besta viðtal sem ég hef heyrt við íslenskan stjórnmálamann síðan Vilmundur Gylfason var og hét. Stjórnmálamaður með hugsjónir og samvisku. Lilja, þú ert pólitísk hetja!

Fyrir mig persónulega var athyglisverðast að heyra orð Lilju um það viðhorf margra þingmanna vinstriflokkanna, að það fólk sem núna ætti í greiðsluerfiðleikum væri þar statt vegna þess að það hefði eytt um efni fram, væri óráðsíufólk.

Ég hóf þetta blogg sem óþjóðakona þegar mér ofbauð svo að vera sagt að ég væri ekki þjóðin. Núna get ég bætt við að ég er að mati þessara þingmanna líka óráðsíukona.

Mig langar að vita hvaða þingmenn þetta eru, þyrfti að panta við þá alvarlegt viðtal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband