21.9.2010 | 10:30
Skammastu žķn Jóhanna!
Jóhanna hristi botninn śr žeirri litlu viršingu sem eftir var fyrir Alžingi Ķslendinga. Nś er manni horfin öll von um aš žetta apparat virki yfirhöfuš........eša fylgi žeim eišstaf sem žvķ ber aš fylgja.
Žegar bygging Alžingishśssins var hafin į sķnum tķma, var hornsteinn lagšur viš hįtķšlega athöfn, og ķ hann lagšur silfurskjöldur meš ķgrafinni įletruninni "Sannleikurinn mun gera yšur frjįlsa". Žaš er augljóst aš žessi orš eiga sér enga samsvörun ķ störfum alžingismanna vorra tķma. Kannski voru mistökin aš grafa skjöldinn ķ hornsteininn og fela hann žar sjónum manna, kannski hefši hann betur hangiš į įberandi staš inni ķ žingsal sem dagleg įminning til žingmanna.
Og kannski hefšu žeir ekki eins mikiš aš skammast sķn fyrir og nśna er raunin, ef žeir hefšu fylgt žessum einkunnaroršum žingsins.
Dómsmįliš yfir 9-menningunum er oršiš eins og hver annar brandari, hafi žeir brotiš į viršingu žingsins žį er žaš ekkert ķ samanburši viš žį vanviršingu sem žingmenn sjįlfir hafa sżnt žinginu og okkur kjósendum. Lķkt og bankarnir voru ręndir innanfrį af eigendum sķnum, žį eru vé og viršing Alžingis margbrotin og margvanvirt innanfrį af alžingismönnum sjįlfum. Skammist ykkar!
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.