Eftirhermuverk

Verk Todd McGrain er hrein endutekning á verki eftir íslenska myndlistarmanninn Ólöfu Nordal,sem hefur staðið í 13 ár úti í Skerjafirði. Verk Ólafar er 120cm hátt og er úr áli, það stendur í fjöruborði og horfir til Eldeyjar. Verk Todds er 157 cm hátt úr bronsi, staðsett við Valahnúk á Reykjanesi og horfir til Eldeyjar. Grunnhugmynd verkanna er hin sama, minna á að tegundin dó út vegna ásóknar manna.

Forsvarsmönnum menningar- og umhverfismála Reykjanesbæjar var bent á að of mikil líkindi væru með verki Ólafar til að uppsetning þess gæti talist raunhæf og eðileg, en ákváðu samt að setja geirfugl Todds upp og afhjúpa verkið á Ljósanótt. Brýtur það í bága við höfundarréttarlög og lög um sæmdarrétt listamanna. Er hart til þess að hugsa að opinber aðili, Reykjanesbær, samþykki opinbera uppsetningu á eftirhermuverki og taki þannig þátt í lögbroti gegn íslenskum listamanni.

Hvað ef þetta hefði verið Útilegumaðurinn eftir Einar Jónsson? Hvað ef þetta hefði verið Sjálfstætt fólk eftir Laxness?

Hugverk listamanna eru vernduð með höfundarréttarlögum, nú hefur Reykjanesbær brotið þau lög og gert aðför að sæmd listamannsins Ólafar Nordal.


mbl.is Nýtt listaverk afhjúpað á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband