25.8.2010 | 20:08
Kirkjuráð tekur jákvætt skref.
Það er mikill léttir að yfirlýsingu kirkjuráðs í dag. Vandræðaganginum er lokið. Afgerandi afstaða tekin með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, þeim er trúað. Eftir þessa yfirlýsingu trúi ég því að kirkjan muni sýna meiri skilning og minni vandræðagang í flóknum og vandmeðförnum málum. Línur hafa skýrst, verklag verður endurskoðað. Sama ferli er hafið innan kirkjunnar sem hófst fyrir mörgum árum innan lögreglunnar í kynferðisbrotamálum........viðhorfsbreyting og skilningur fylgir í kjölfarið. Jákvætt skref.
Eins fannst mér gott að heyra að Geir Waage sagðist í kvöldfréttum virða landslög umfram þagnarskylduna, einnig hann fékk tíma til umhugsunar og komst að réttri niðurstöðu. Jákvætt skref. Það var gott að sjá í bloggheimum að hann var á sínum tíma sá prinsippmaður að ganga fram fyrir skjöldu í biskupsmálinu, og uppskar kæru biskups - en númer eitt var hans jákvæða skref að skipta um skoðun að hugsuðu máli, það er sjaldgæfur eiginleiki á Íslandi. Batnandi kirkjunnar mönnum er best að lifa, og okkur öllum hinum líka.
Kirkjuráð biðst fyrirgefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju ekki að biðja líka þá fyrirgefningar sem eiga eftir að þola kynferðisbrot af starfamönnum og þjónum kirkjunnar. Þá þarf ekki að pæla í þessu meir.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.8.2010 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.