Hefð´ann haft her?

Ég er að lesa tvö rit - Enn er morgunn eftir Böðvar Guðmundsson, sagnfræðilega skáldsögu þar sem m.a. er fjallað um uppgang nasismans í Þýskalandi og flótta gyðinga, Reykjavík stríðsáranna o.fl. Hitt ritið er skýrslan margfræga, sem ég les úr styttri kafla í einu á netinu.

Ég hef verið sérstaklega hugsi yfir lýsingum á skapofsaköstum Davíðs, hvernig menn titra af ótta frammi fyrir honum, hótunum hans um að gera ákv. manni ólíft á Íslandi (skyldi hann vera sá fyrsti eða eini sem hann hótaði því?) og fleira í sama dúr. Nú hefur maður líka í gegnum tíðina fengið að heyra hversu sjarmerandi maður Davíð getur verið, fyndinn og klár. Margbrotinn er hann greinilega.

Þessu tvennu slær saman í huga mér og ég get ekki varist þeirri hugsun hvað svona skapofsaköst hefðu getað orsakað ef maðurinn hefði haft yfir her að ráða..............hefði hann beitt honum gegn eigin þjóð eða jafnvel eigin samherjum sem hann var ósáttur við, eins og sumir valdamiklir menn sem réðu yfir her hafa gert og mannkynssagan segir frá???

Nei, þetta er of grimmileg tilgáta hjá óbreyttum þegni svona friðelskandi þjóðar við ysta haf, sem aldrei mun fara með stríði gegn annarri þjóð..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband