22.4.2010 | 11:55
Hver er þessi Gestur?
Lögmaðurinn Gestur Jónsson kemur víða fyrir í rannsóknarskýrslunni. Og núna í dag heyrum við enn af honum, hann er nefnilega verjandi Hauks Þórs Haraldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landsbankans, og fékk Gestur hann sýknaðan af kæru um fjárdrátt. Gestur fékk litlar 4 millljónir greiddar frá ríkinu (okkur) fyrir að verja Hauk (Hann fékk 15 milljónir 2007 frá okkur fyrir að verja Jón Ásgeir í Baugsmálinu). Og hvað hafði Haukur gert? Jú, millifært litlar 118 milljónir í aðdraganda hrunsins frá Guernsey á einkareikning sinn "til að bjarga fénu" eins og hann sagði og aðrir bankamenn virðast hafa staðfest. (Samtrygging?) Fé án hirðis er greinilega umsetið. En ekki af góðum hirðum.
En hver er þessi Gestur?
Lögmaðurinn Gestur Jónsson var kallaður fyrir rannsóknarnefndina sem einstaklingur.
Hann kom líka fyrir nefndina sem lögmaður Sigurðar Einarssonar, Kaupþingi.
Hann kom líka með Reyni Stefáni Gylfasyni, hjá KPMG sem sá um ytri endurskoðun Kaupþings.
Hann kom líka með Sigurði Jónssyni forstjóra KPMG, vegna ytri endurskoðunar Kaupþings.
Hann kom líka með Sæmundi Valdimarssyni hjá KPMG vegna ytri endurskoðunar Kaupþings
Hann kom líka með Ólafi Má Ólafssyni hjá KPMG, sem sá um ytri endurskoðun Sparisjóðabankans/Icebank
Hann virðist hafa mikla sérþekkingu á enduskoðun og reikningshaldi fyrirtækja þessi Gestur. Sérstaklega í aflandslöndum......Skyldi hann vera sá sem ráðlagði skjólstæðingum sínum (Jóni Ásgeiri, Lýð, Sigurði Einars o fl.) að flytja lögheimili sín til Englands? Hvar skyldi hann sjálfur eiga lögheimili?
Googlið skilaði þessu:
Hann virðist hafa átt einhverja aðkomu að Hafskipsmálinu, líklega í skiptastjórn þess.
Hann var umboðsmaður þeirra bjóðenda sem lögðu fram þátttökutilkynningu vegna sölu á 51% hlut ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins 1999.
Hann var lögmaður Skeljungs í samráðsmálinu 2003
Hann var verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu 2006
Hann var í matsnefnd vegna vatnsrétinda 2007.
Hann var lögmaður slömmbarónanna sem áttu Laugaveg 4-6 og mjólkuðu borgaryfirvöld.
Hann var lögfræðingur Glitnis.
Hann fylgdi Lárusi Welding og Þorsteini Má Baldurssyni í Seðlabankann í aðdraganda yfirtöku Glitnis í lok september 2008.
Á árinu 2009 var hann með meðalmánaðartekjur 930.000 sem er ótrúlega lágt miðað við auðmennina sem hann er að verja og öll þau mál sem hann er að vasast í (kannski með góðan endurskoðanda hjá KPMG?).
Hann situr í stjórn Askar Capital frá yfirtöku kröfuhafa 2009.
Hann virðist vera viðloðandi lífeyrissjóð verkfræðinga og lífeyrissjóð sjómanna, sér um fundarstjórn á fundum þeirra.
Hann er varamaður bankastjórnar Sparisjóðabankans.
hann er lögmaður Lýðs Guðmundssonar í yfirheyrslum sérstaks saksóknara.
Hann er verjandi Exista í málaferlum gegn Kaupþingi núna í apríl.
Fingraför Gests virðast vera víða........
Þurfum við ekki að fá meiri þekkingu á þessum Gesti?
Þetta segir um hann á heimasíðu Markarinnar, lögmannsstofu:
Starfssvið:
Málflutningur, vinnuréttur og viðskiptaréttur
Í stjórn Lögfræðingafélagsins 1984-1986, í stjórn Lögmannafélags Íslands 1986-1988 og aftur, sem formaður, 1989-1992. Seta í Landskjörstjórn frá 1991, varaformaður frá 1995, formaður frá 2004. Stundakennari og prófdómari við lagadeild Háskóla Íslands frá 1990. Formaður Úrskurðarnefndar lögmanna, skipaður af Hæstarétti, frá 1998. Hefur tekið þátt í samningu lagafrumvarpa, m. a. meðhöfundur frumvarps til breytinga á skaðabótalögum, og skrifað greinar um lögfræðileg málefni.
Athugasemdir
Af mörgum afburðum þessa manns stendur í mínum huga upp úr hversu hógvær hann virðist vera í launakröfum.
Aldrei gæti það hvarflað að nokkrum manni að svona virtur lögmaður léti sér til hugar koma að skekkja tekjuhlið framtalsins sem neinu gæti numið.
Þetta hefur kannski verið óvenjulegt neyðarár þarna 2009 ?
Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.