Dýr og tóm bílastæðahús

Ég nota stundum bílastæðahús, oftast þessa dagana húsið efst á Laugavegi, þar sem Stjörnubíó var sællar minningar. Ef ég fer í bæinn og skil bílinn eftir yfir nótt þá er ég að borga fyrir væntanlega hækkun jafnmikið og leigubíll hefði kostað mig heim eða að heiman. Gjöldin tikka nefnilege alla nóttina, á meðan stöðumælarnir hætta milli kl 18 og 7 að morgni. Ef það á að hækka úr 80 kr fyrsta klst + 50 kr allar næstu og fara upp í 150 kr á klst, þá verður þetta helmingi dýrara, eða ígildi tveggja leigubíla í mínu tilfelli. Þetta bílastæðahús efst á Laugvegi stendur að jafnaði meira eða minna tómt og því vinsælt fyrir brettastráka ........eftir hækkun finnst mér líklegt að brettastrákarnir hafi það alveg fyrir sig.... alla vegana öruggt að færri bílaeigendur muni nota það en áður......

 Það væri hugmynd fyrir Bílastæðasjóð að hafa ókeypis í húsin á nóttunni, eins og er í aðra stöðumæla, þá myndi notkunin e.t.v. aukast. Þessi aðgerð núna, helmings hækkun, er alveg út í hött........


mbl.is „Þetta er bara fráhrindandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband