Hugmyndasnauðar auglýsingastofur?

Það er oft sagt að listamenn séu með fingurinn á púlsinum og komi auga á óvenjulegar hugmyndir fyrstir. Svo ganga aðrir í þeirra sjóð. Þetta er einkennilega augljóst í tveimur auglýsingum sem hafa verið að birtast undanfarið.

Ennemm-auglýsingastofan: Tekur hugmynd frá danshöfundinum Brogan Davison sem gerði dansverkið „Dansaðu fyrir mig“ um miðaldra feitlaginn mann sem dreymir um að vera dansari Þetta verk var sýnt í vor 2013 við góðar undirtektir, var sýnt víða um landið, fékk lofsamlega umfjöllun og talsverða blaða og fjölmiðlakynningu. Ennemm-auglýsingastofan gerði nú nýverið auglýsingu fyrir Íslandsbanka byggða á þessari hugmynd, en neitar öllum tengslum eða áhrifum frá dansverkinu. Þó er vitað að danshöfundurinn sendi inn styrkumsókn til Íslandsbanka með upplýsingum um verkið. Hvar sökin / hugmyndaleysið liggur, hjá auglýsingastofunni eða markaðsdeild bankans, er ekki gott að segja. Í mínum augum hefði verið hreinlegra að greiða danshöfundinum fyrir not af hugmyndinni......eða einfaldlega reyna að fá góðar hugmyndir sjálfir. Auglýsingin sést einna helst í bíóhúsunum. Danshöfundurinn er að athuga rétt sinn hvað varðar höfundarrétt, auglýsingastofan neitar öllum stuldi......

Íslenska auglýsingastofan: Tekur hugmynd frá Erlu Haraldsdóttur myndlistarmanni sem árið 2001 sýndi stórar ljósmyndir þar sem hún blandar saman borgarlandslagi tveggja borga, svipmyndir úr Reykjavík alltaf til hálfs við erlenda stórborg. Íslenska auglýsingastofan gerir síðan nú nýverið auglýsingaherferð fyrir Icelandair undir slagorðinu „Bættu smá Amsterdam/London/ New York í líf þitt“ þar sem blandað er saman svipmynd úr Reykjavík og einni þeirra stórborga sem Icelandair flýgur til. Þetta hafa verið bæði dagblaða-auglýsingar og myndband. Vonandi er Erla Haraldsdóttir að athuga hvort þetta sé brot á höfundarrétti og sæmdarrétti hennar og ekki síður Listasafn Reykjavíkur sem á nokkur þessara verka eftir hana.

Það versta er að þegar fólk á síðar eftir að sjá listaverkin þá munu myndast hugrenningatengsl við þessar auglýsingar og það er listaverkunum ekki til góða. Auglýsingastofurnar græða aftur á móti heilmikið á þvi að næla sér í hugmyndir frá listamönnum...... en eru fyrirtækin sem kaupa þjónustu þessara auglýsingastofa ekki að kaupa köttinn í sekknum?

                   danceforme2_1226269.jpg          erla_h.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir gefðu, það er alltaf verið að segja fólki frá hvað það eru miklir snillingar sem eru starfandi á þessum auglýsingastofum.  Maður sér flottar myndir í fjölmiðlum af snillingunum sem starfandi eru á þessu vinnustöðum.

Síðan ertu að segja okkur að raunverulega sé þetta bara örgustu glæpamenn og ættu þess vegna að vera meðhöndlaðir sem slíkir ?

Það er þetta með hugmyndir, hver á hvað ?

JR (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband