Færsluflokkur: Bloggar

Ljótasta og skítugasta borg á noðurhveli jarðaar...nema ef vera skyldi Murmansk.

Í lok árs 2004 tók Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, við formennsku í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur (líka frá R-lista). "Skipulags- og byggingarnefnd mótar stefnu í skipulags- og byggingarmálum og tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs um skipulags- og byggingarmál á grundvelli fyrrgreindra heimilda. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að stefnumörkun og samþykktum hennar sé fylgt. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem borgarráð felur henni."

Afleiðingin frá þessum skipulagsárum er ekki bara forljóta turnaþyrpingin við Skúlagötuna sem eyðileggur allt útsýni fyrir lágreistu gömlu byggðinni upp holtið, heldur má ekki gleymast að á þessum tíma voru í miðborginni gefin leyfi fyrir ógrynni ölstofa, bara og veitingastaða, svo minnir á Rauð hverfi alræmd í öðrum borgum. Engin eðlileg dreifing hefur orðið um borgarhverfin eða lagt mat á hversu æskileg þessi þróun er, og einfaldlega ræða hvort ekki þyrfti að leggja einhverja kvóta á þessa  einsleitu starfsemi (reyndar hvaða einsleitni sem er, t.d. hótelabyggingar. Þetta er reyndar núna komið í sambandi við fjölda veitingastaða á afmörkuðum svæðum). Það er út af svona fyrirhyggjuleysi að borgin verður ljótari og ljótari og það sem verst er, skítugri og skítugri. Um helgar fyllist miðborgin af útúrdrukknu fólki sem ælir út götur, port og húsveggi, brýtur glös og flöskur, svo laugardags- og sunnudagsmorgnar eru merktir þessu helgarfári. Þegar fjölskyldufólkið fer út að ganga með börnin sín um helgar, t.d. niður Laugaveg að Tjörninni, er gönguleiðin skreytt þessum hroða. .....Þetta er þróun og eyðilegging sem var grundvölluð af R-listanum á sínum tíma og ég sem gamall miðbæjarbúi á erfitt með að fyrirgefa....
mbl.is Verstu skipulagsmistök í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndasnauðar auglýsingastofur?

Það er oft sagt að listamenn séu með fingurinn á púlsinum og komi auga á óvenjulegar hugmyndir fyrstir. Svo ganga aðrir í þeirra sjóð. Þetta er einkennilega augljóst í tveimur auglýsingum sem hafa verið að birtast undanfarið.

Ennemm-auglýsingastofan: Tekur hugmynd frá danshöfundinum Brogan Davison sem gerði dansverkið „Dansaðu fyrir mig“ um miðaldra feitlaginn mann sem dreymir um að vera dansari Þetta verk var sýnt í vor 2013 við góðar undirtektir, var sýnt víða um landið, fékk lofsamlega umfjöllun og talsverða blaða og fjölmiðlakynningu. Ennemm-auglýsingastofan gerði nú nýverið auglýsingu fyrir Íslandsbanka byggða á þessari hugmynd, en neitar öllum tengslum eða áhrifum frá dansverkinu. Þó er vitað að danshöfundurinn sendi inn styrkumsókn til Íslandsbanka með upplýsingum um verkið. Hvar sökin / hugmyndaleysið liggur, hjá auglýsingastofunni eða markaðsdeild bankans, er ekki gott að segja. Í mínum augum hefði verið hreinlegra að greiða danshöfundinum fyrir not af hugmyndinni......eða einfaldlega reyna að fá góðar hugmyndir sjálfir. Auglýsingin sést einna helst í bíóhúsunum. Danshöfundurinn er að athuga rétt sinn hvað varðar höfundarrétt, auglýsingastofan neitar öllum stuldi......

Íslenska auglýsingastofan: Tekur hugmynd frá Erlu Haraldsdóttur myndlistarmanni sem árið 2001 sýndi stórar ljósmyndir þar sem hún blandar saman borgarlandslagi tveggja borga, svipmyndir úr Reykjavík alltaf til hálfs við erlenda stórborg. Íslenska auglýsingastofan gerir síðan nú nýverið auglýsingaherferð fyrir Icelandair undir slagorðinu „Bættu smá Amsterdam/London/ New York í líf þitt“ þar sem blandað er saman svipmynd úr Reykjavík og einni þeirra stórborga sem Icelandair flýgur til. Þetta hafa verið bæði dagblaða-auglýsingar og myndband. Vonandi er Erla Haraldsdóttir að athuga hvort þetta sé brot á höfundarrétti og sæmdarrétti hennar og ekki síður Listasafn Reykjavíkur sem á nokkur þessara verka eftir hana.

Það versta er að þegar fólk á síðar eftir að sjá listaverkin þá munu myndast hugrenningatengsl við þessar auglýsingar og það er listaverkunum ekki til góða. Auglýsingastofurnar græða aftur á móti heilmikið á þvi að næla sér í hugmyndir frá listamönnum...... en eru fyrirtækin sem kaupa þjónustu þessara auglýsingastofa ekki að kaupa köttinn í sekknum?

                   danceforme2_1226269.jpg          erla_h.jpg


Fyrst í heiminum - Græðum á því að vera til fyrirmyndar

Þröstur Jónsson ritar áhugaverða grein í Austurpóstinn, sjá hér. Hann er að skrifa um hugmyndir um olíuleit og vinnslu Íslendinga á Drekasvæðinu og telur okkur ekki hafa hugsað þær hugmyndir til enda. Menn hafi gleymt að hugleiða hvað sé að gerast á móður jörð, hlutir sem varða okkur öll, allt mannkynið. Loftslagsbreytingar bendi til gífurlegs vanda í umhverfismálum jarðarinnar, sem geti verið orðnar óviðráðanlegar innan fárra áratuga, merkin sjást víða. Þröstur minnir okkur á grátandi fulltrúa Filippseyja á þingi Sameinuðu þjóðanna eftir að öflugur fellibylur gekk þar yfir, fellibylirnar þar verða bara öflugri og öflugri og tíðari og tíðari vegna inngripa og tilrauna til stýringar í lofthjúp jarðar.

Hinn þekkti sjónvarpsmaður og náttúruskoðari David Attenboroug hefur viðrað áhyggjur sínar líka. Hinn þekkti kanadíski náttúruvísindamaður David Suzuki hefur beitt sér í umhverfismálum, varað við eyðingu skóglendis, og talað fyrir náttúruvernd og hugsun til framtíðar. Hann hélt fyrirlestur hér á landi fyrir nokkrum árum og talaði um að kannski snerist mesta ógn framtíðarinnar um það hvort við gætum yfirhöfuð andað að okkur hreinu lofti, hvort næstu kynslóðir gætu andað að sér yfirhöfuð. Nýleg mynd frá Kína sem sýnir menn horfa á sólina á risavöxnum tölvuskjám því ekkert sést til sólar vegna mengunar. Þetta er eins og úr vísindaskáldsögu, grátlegt þó.

Og ekki megum við gleyma nágrönnum okkar Grænlendingum, hvaða áhrif hefur hlýnandi loftslag á lifnaðarhætti þeirra, og hvaða hætta gæti skapast vegna olíuvinnslu í norður Íshafinu fyrir þá, fyrir fiskimiðin þar sem sótt er í af mörgum norðurslóða-þjóðum? Hvar verða olíuhreinsunarstöðvarnar? Hvað verður um þeirra úrgang? Ætla Íslendingar að taka að sér förgun hans? Hvar?

Af hverju einbeita Íslendingar sér ekki að umhverfisvænni orkugjöfum, rafbílum o.s.frv. Hvað ef við yrðum fyrsta landið í heiminum til að rafvæða bílaflotann okkar? Settum okkur það markmið að allir aki um á rafbílum innan næstu 20 ára? Þvílík fyrimynd fyrir heiminn! Næg er raforkan, gífurlegur gjaldeyrir myndi sparast því ekki þyrfti að kaupa olíu og bensín til landsins. Einhver sagði einhverju sinni „Steinöldin hætti ekki vegna þess að það væru ekki lengur til steinar“ - Nei, mennirnir uppgötvuðu einfaldlega betri verkfæri..........Við erum komin á endastöð í umhverfismálum, það þarf að finna aðrar lausnir......verum í forystu þar! Verum best þar! Þar liggur gróðinn......


Að grípa of seint í rassinn

Langir biðlistar eru á öll elli- og hjúkrunarheimili fyrir elstu borgara þessa lands. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar átta sig seint og hugsa lítið fram í tímann. Þetta vandamál á aðeins eftir að aukast á næstu árum. Kynslóðirnar sem fæddust eftir stríð, sérstaklega milli 1950 og 1960, voru afar stórar. Þetta fólk er að mörgu leyti ráðandi í íslensku samfélagi í dag, milli 50-60 ára. Það liggur ljóst fyrir að eftir 10-15 ár mun margt af þessu fólki þurfa aðstoð í einhverju formi, íbúðir sérhannaðar fyrir eldri borgara, elliheimili, hjúkrunarheimili. Samt er engin áætlun í gangi, engin byggingaráform, enginn af þeim sem er við stjórnvölinn veltir því fyrir sér hvað á að verða um þetta fólk (það sjálft) eftir 15 ár.....enginn gerir ráð fyrir að verða gamall, og ef til vill veikur eða lasburða.

Annað sem er angi af sama vandamáli er oft augljós í skólakerfinu. Þar koma oft mjög stórir árgangar sem renna á 10 árum í gegnum grunnskólann, allir vita af þeim, samt verða framhaldskólarnir alltaf jafn steinhissa þegar þeir mæta, alltaf alveg óundirbúnir, samt hefur verið vitað frá fæðingu þessara barna að einn daginn mætir stór hluti þeirra í framhaldsnám. 

Hvað er það í þjóðarsálinni sem veldur þessari vöntun á að horfa til framtíðar, gera langtíma áætlanir, skoða hagtölur sem snerta ekki bara verðbólgu og fjármálageirann heldur helstu þarfir fólksins í landinu, barnagæslu, menntun, heilsugæslu, umönnun aldraðra o.s.frv?


mbl.is Gráti nær yfir ástandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr og tóm bílastæðahús

Ég nota stundum bílastæðahús, oftast þessa dagana húsið efst á Laugavegi, þar sem Stjörnubíó var sællar minningar. Ef ég fer í bæinn og skil bílinn eftir yfir nótt þá er ég að borga fyrir væntanlega hækkun jafnmikið og leigubíll hefði kostað mig heim eða að heiman. Gjöldin tikka nefnilege alla nóttina, á meðan stöðumælarnir hætta milli kl 18 og 7 að morgni. Ef það á að hækka úr 80 kr fyrsta klst + 50 kr allar næstu og fara upp í 150 kr á klst, þá verður þetta helmingi dýrara, eða ígildi tveggja leigubíla í mínu tilfelli. Þetta bílastæðahús efst á Laugvegi stendur að jafnaði meira eða minna tómt og því vinsælt fyrir brettastráka ........eftir hækkun finnst mér líklegt að brettastrákarnir hafi það alveg fyrir sig.... alla vegana öruggt að færri bílaeigendur muni nota það en áður......

 Það væri hugmynd fyrir Bílastæðasjóð að hafa ókeypis í húsin á nóttunni, eins og er í aðra stöðumæla, þá myndi notkunin e.t.v. aukast. Þessi aðgerð núna, helmings hækkun, er alveg út í hött........


mbl.is „Þetta er bara fráhrindandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki aftur lélegt!

Sakna þeirra strax, því ég veit ekki hvað getur komið í staðinn nema eitthvað hefðbundið og boring.....en samt verð ég að segja að Besti flokkurinn virðist hafa svikið öll loforðin sem þeir syngja um í þessum skemmtilega texta, nema að "lofta út" og það hafa þeir gert rækilega, en þeir hafa enn 4-5 mánuði til að efna allt hitt... eins og ókeypis handklæði á öllum sundstöðum, ísbjörn í Húsdýragarðinn, Disneyland í Vatnsmýri, tollhlið á Seltjarnarnes, fækka jólasveinunum í einn.......það hefur reyndar alltaf verið ókeypis í Hljómskálagarðinn en þó er hann allt of lítið notaður af borgarbúum, kannski ráð að krefja um inngang þá flykkist fólk örugglega þangað......fíkniefnalaust Alþingi fyrir árið 2020 er örugglega ekki erfitt að efna, nema menn séu líka að meina tóbak og áfengi...... allskonar fyrir auminga er alltaf að gerast finnst aumingja mér nýkominni af Airwaves í boði góðra kvenna.......og þarna er sungið um að fella niður allar skuldir (sama loforð og Framsókn vann út á, og kannski vann Besti út á það sæta loforð líka).......en eitt er víst eftir 4 ár með Besta, og það er að við sættum okkur ekki lengur við lélegt!


Skylduleiðsögn um Laugaveginn?

Ef rétt er að ungi ferðamaðurinn hafi látið lífið á "Laugaveginum" í þessum  mánuði, þá er hann ekki sá fyrsti sem þar ber beinin. Svona slys verða þegar menn fara út í aðstæður sem þeir þekkja ekki, fá ekki leiðbeiningar o.s.frv. - því veður geta verið válynd á Íslandi, snjóstormur og blindhríð skollið á skyndilega og þetta gæti allt eins komið fyrir alvana fjallamenn, eins og dæmið við Svínafellsjökul sannar. Gæti líka komið fyrir vanbúna Íslendinga, eins og dæmið frá Eyjafjallagosinu sýnir. Með kröfu um að lengja ferðamannatímabilið eykst hættan á fleiri svona slysum, sérstaklega að hausti, því á vorin er oft lokað inn á hálendið.

Þegar t.d. gengið er á Kilimanjaro er það skylda að hafa leiðsögumenn (og burðarmenn líka) og það þarf að greiða aðgang að þjóðgarðinum sem fjallið er í. Þetta væri sjálfsögð krafa að gera líka á vinsælum gönguleiðum á Íslandi, t.d. "Laugaveginum"....... feimni Íslendigna við gjaldtöku er einkennileg.......


Er þversögn í mannréttindasáttmála?

Þetta hefur verið að velkjast fyrir mér vegna byggingar nýrrar mosku í Reykjavík:
 
Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmála, t.d. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, og margra annarra yfirlýsinga, sáttmála, laga og reglna sem gilda hér á landi, er óleyfilegt að mismuna fólki á grundvelli trúar og kyns, svo dæmi sé tekið.
 Eða eins og stendur í mannréttindasáttmála Evrópusambandsins sem við höfum undirgengist og gilda sem lög hér á landi:
 
1. Hvers kyns mismunun er bönnuð, s.s. á grundvelli kynferðis, kynþáttar, litarháttar,
þjóðernis eða félagslegs uppruna, erfðaeinkenna, tungu, trúarbragða eða sannfæringar,
stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þess að tilheyra þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna, fötlunar, aldurs eða kynhneigðar.
 
Þversögnin er sú að ekki má mismuna vegna trúar, en innan ákveðinna trúarbragða er konum mismunað vegna kyns síns. Þær fá t.d. ekki að vera til jafns við karlmennina við bænagjörð eða þeim samhliða, jafnvel hliðra prestar sumra slíkra söfnuða sér við að taka í hönd kvenna, því þær séu óhreinar eða óæðri.
 
Einu sinni heyrði ég þá skýringu, hvort sem hún er rétt eða röng, að konur og karlar slíkra söfnuða gætu ekki ákallað guð sinn saman því það væri ekki heppilegt að karlmenn horfðu á afturenda kvenna þegar þær halla sé fram við bænagjörðina. Sama hlýtur auðvitað að gilda um konurnar, nema þær eigi eðlislægt að hafa svo miklu meiri sjálfsstjórn en karlar. Ef þetta er sönn skýring, þá er auðvelt að leysa vandamálið með lágu skilrúmi milli raðanna sem eru til bæna, svo enginn þurfi að sjá afturenda hins, og þá gætu kynin svo auðveldlega hallað sér fram og ákallað sinn guð án þess að hafa áhyggjur af þessu.
 
Það er ekki langt síðan konur og karlar sátu aðskilin í kristnum kirkjum, konur norðanmegin og karlar sunnan. Gárungar sögðu að það væri vegna þess að kaldara væri norðanmegin og því gætu konurnar verið þar og norpað. Eins áttu konur að hylja hár sitt við guðsþjónustu en karlar taka ofan. Allar slíkar kreddur eru löngu horfnar úr íslenskum kristnum kirkjum, einna helst við brúðkaup að fólk skipti sér eftir kyni í kirkjunni. Og nú mega konur taka til máls í kirkju, vera djáknar, prestar og biskupar. Bókstafurinn, eða Biblían, segir svo margt um konur sem löngu hefur verið fellt úr gildi í praksís í nútímasamfélagi, sem betur fer. Kóraninn segir líka margt um konur sem mætti endurskoða, en mér þykja kreddurnar merkilega lífseigari þar.
 
Ég myndi taka hattinn ofan fyrir þeim moskusöfnuði á Íslandi sem færi ofan í saumana á þessum kreddum, samhæfði bænahald og viðhorf við mannréttindasáttmála og gildandi lög í samfélaginu, og leyfði t.d. konum og körlum að biðjast fyrir samhliða og á jafnréttisgrundvelli. Annars væri verið að brjóta lög og reglur og mannréttindasáttmála, og væri forvitnilegt ef á þetta væri látið reyna fyrir dómstólum, því landslög hljóta að vera ofar trúarkreddum. Ef halda á til streitu þessum siðum og venjum í íslenskum moskum hvað varðar kynin, þá er um klárt lögbrot að ræða og það viljum við nú helst ekki að viðgangist, eða hvað?
 
Ti að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki á móti byggingu nýrrar mosku í Reykjavík, hér í næsta nágrenni við mig, en tel að alveg eins og kristna kirkjan hefur þurft að endurskoða ýmislegt í sínu starfi í gegnum árin þá þurfi þessir islömsku söfnuðir líka að endurskoða sín mál.

Innanlandsflugvöll á Sandskeiðinu?

Hvað með nýjan innanlandsflugvöll uppi á Sandskeiði? Ekki of langt frá borginni og fyrir er gamall flugvöllur sem mætti stækka og endurbæta, er mest nýttur fyrir fisvélar í dag held ég.......gamall sviflugsvöllur, og einn af elstu flugvöllum landsins.....

 Vitinn í hrauninu, listaverkið hans Claudio Parmiggiani, gæti þá verið lendingarljós Smile nei, annars, hann valdi staðinn vegna þess hvað þar var myrkt og autt,yrði þá að finna því nýjan stað......

Rúta frá Sandskeiði yrði ekki lengur í bæinn er strætó upp í Breiðholt...



Ófróðir þykjustu "leiðsögumenn"

Hér er driverguide á ferð við Kleifarvatn......fróðleikur hans um jarðfræði er nokkuð skondinn! Kleifarvatn er kannski gígur og hellar myndaðir af snjó....

Ef til vill er þetta einn af þeim sem tók þátt í utanvegaakstri við vatnið í sumar? Það eru einmitt svona sjálfskipaðir "leiðsögumenn" án réttinda og án þekkingar sem við þurfum ekki......

http://www.youtube.com/watch?v=MqUXSDP3F_0

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband